Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer
a) Sviðsstjóri félagsmálasviðs.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund (TEAMS) Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs kl. 16:15.
Eyrún kynnti tillögur sviðssins og félagsmálaráðs að starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 fyrir málaflokk 02; félagsþjónusta.
Eyrún vék af fundi kl. 17:05.
b) Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 17:10 í gegnum fjarfund (TEAMS).
Gísli kynnti tillögur sviðssins og fræðsluráðs, menningarráðs og íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 fyrir málaflokka 04, 05 og 06 að undanskilinni deild 06270; Vinnuskóli.
Gísli vék af fundi kl. 18:50.
c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögur fjármála-og stjórnsýslusviðs og atvinnumála- og kynningarráðs vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024, vegna málaflokks 00, deilda 03020, 13010, 13410, 13800, málaflokka 20, 21, 22, 28, 57.