Fræðsluráð

251. fundur 09. september 2020 kl. 08:00 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fundinn á Teams: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti. María Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Linda Geirdal áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Margrét Eiríksdóttir áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Erla Hrönn Sigurðardóttir fulltrúi foreldra á leikskólanum Krílakoti.

1.Skólanámskrár fyrir leik - og grunnskóla 2020 - 2021

Málsnúmer 202009012Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, fóru yfir skólanámskrár í leik - og grunnskóla.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferð á skólanámskrám. Fræðsluráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum skólanámskrá Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Skólanámskrá Krílakots verður lögð fyrir á næsta fundi fræðsluráðs.

2.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs og Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Kríló, fóru yfir sex mánaða fjárhagslegt stöðumat hjá málaflokki 04.
Lagt fram til kynningar

3.Skólavogin

Málsnúmer 201211007Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs kynnti fyrir fræðsluráði hugmyndir að viðbótar möguleikum á könnunum sem myndu styrkja mat á skólastarfi í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að bæta við starfsmanna - og foreldrakönnun í Skólavoginni/Skólapúlsinn og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2021.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, fóru yfir drög að starfsáætlun sinnar stofnunar fyrir fjárhagsárið 2021.
Lagt fram til kynningar

5.Endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar

6.Ritun fundargerða og erindisbréf

Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu breytingar með ritun á fundargerð og endurskoðun á erindisbréfi fræðsluráðs.
Lagt fram til kynningar

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202009014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Bókað í trúnaðarmálabók

8.Starfsáætlun fræðsluráðs

Málsnúmer 201901009Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fór yfir starfsáætlun fyrir skólaárið 2020 - 2021.
Lagt fram til kynningar

9.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fór í heimsókn á skólalóð Dalvíkurskóla eftir miklar framkvæmdir í sumar.
Fræðsluráð er ánægt með þær framkvæmdir sem hafa verið gerðar á skólalóð Dalvíkurskóla í sumar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs