Skólavogin

Málsnúmer 201211007

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 168. fundur - 14.11.2012

Sviðsstjóri kynnti Skólavogina og fór yfir þær niðurstöður sem þar er að finna.Niðurstöður fyrir skóla Dalvíkurbyggðar hvað varðar rekstur og líðan nemenda, skóla- og bekkjaranda og virkni eru mjög jákvæðar.Fræðsluráð fagnar þessari góðu niðurstöðu.

Fræðsluráð - 250. fundur - 12.08.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu niðurstöður úr Skólavoginni.

Einnig lagði sviðsstjóri fram hugmyndir um að kaupa fleiri kannanir frá Skólavoginni sem myndu nýtast í innra - og ytra mati á skólastarfi.
Lagt fram til kynningar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna minnisblað með nánari upplýsingum fyrir næsta fund ráðsins.

Fræðsluráð - 251. fundur - 09.09.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs kynnti fyrir fræðsluráði hugmyndir að viðbótar möguleikum á könnunum sem myndu styrkja mat á skólastarfi í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að bæta við starfsmanna - og foreldrakönnun í Skólavoginni/Skólapúlsinn og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2021.