Fræðsluráð

168. fundur 14. nóvember 2012 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Hólmfríður G Sigurðardóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Hólmfríður Sigurðardóttir kennsluráðgjafi
Dagskrá
Fundinn sátu samkvæmt málefnum:

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla og Kátakots, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla, Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots og Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla.
Fulltrúi foreldra leikskólabarna hefur ekki verið tilnefndur en

1.Innra mat/ sjálfsmatsáætlun

Málsnúmer 201210008Vakta málsnúmer

Í haust hefur mikil áhersla verið lögð á að skólar Dalvíkurbyggðar eigi virka sjálfsmatsáætlun og stundi formlegt innra mat. Skólastjórnendur kynntu þær áætlanir sínar og hvernig niðurstöður matsins verða gerðar opinberar. Sjálfsmatsskýrsla og uppfærð áætlun verða lagðar fram á júnífundi fræðsluráðs. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með það að formlegt sjálfsmat skólanna skuli vera orðið að veruleika og hvetur til þess að skólarnir leggi enn frekari vinnu í, ef þarf, að fullgera það lögum samkvæmt.

2.Niðurstöður samræmdra prófa 2012

Málsnúmer 201210063Vakta málsnúmer

Niðurstöður samræmdra prófa sem tekin voru í september síðastliðnum í 4. 7. og 10. bekk liggja nú fyrir. Skólastjórarnir, Gísli Bjarnason skólastjóri í Dalvíkurskóla og Gunnþór Gunnþórsson skólastjóri í Árskógarskóla kynntu og gerðu grein fyrir niðurstöðum prófanna og hugmyndir þeirra um hvernig unnið verður með þær. Niðurstöðurnar kveikja ýmsar spurningar og mikilvægt er að leita allra leiða til að bæta námsárangur nemenda og fá foreldra til meira samstarfs um það. Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna en óskar jafnframt eftir upplýsingum á nk. janúar fundi ráðsins um hvaða markmið skólarnir setja sér á næstu fimm árum er varða raðeinkunn nemenda á samræmdum prófum og hvaða leiða verður leitað til að bæta námsárangur.

3.Skólavogin

Málsnúmer 201211007Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti Skólavogina og fór yfir þær niðurstöður sem þar er að finna.Niðurstöður fyrir skóla Dalvíkurbyggðar hvað varðar rekstur og líðan nemenda, skóla- og bekkjaranda og virkni eru mjög jákvæðar.Fræðsluráð fagnar þessari góðu niðurstöðu.

4.Skólaakstur frá Dalvík í Árskógarskóla

Málsnúmer 201211036Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf frá foreldri grunnskólabarns sem býr á Dalvík sem spyr hvort mögulegt sé fyrir barn þess að nýta rútu frá Dalvík í Árskógarskóla næsta skólaár? Sviðsstjóra falið að skoða hvort og þá hversu mikinn kostnað slík heimild hefði í för með sér.

5.Niðurgreiðslur á skólaakstri fram- og háskólanema

Málsnúmer 201210041Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi samantekt um hvernig niðurgreiðslum á skólaakstri hefur verið hagað til framhalds- og háskólanema. Sú fjárhæð sem varið hefur verið til þessara niðurgreiðslna hefur aukist mjög undanfarin ár með auknum fjölda nemenda sem skólana sækja. Jafnframt kemur sveitarfélagið að því nú á haustönn að niðurgreiða akstur aukaferða sem settar voru á til og frá Ólafsfirði með stundaskrá Menntaskólans á Tröllaskaga að leiðarljósi en styrkur nemenda frá LÍN/dreifbýlisstyrkur er einnig notaður beint til þess. Fræðsluráð staðfestir að halda áfram niðurgreiðslum á sömu forsendum og verið hefur en á nýju ári verði niðurgreiðslan tekin til endurskoðunar. Jafnframt verði það þá skoðað hvort enn sé þörf fyrir aukaferðir til og frá Ólafsfirði og sérskök ákvörðun tekin um niðurgreiðslur í því sambandi. 

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Hólmfríður G Sigurðardóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Hólmfríður Sigurðardóttir kennsluráðgjafi