Málsnúmer 202009090Vakta málsnúmer
Samkvæmt reglugerð nr. 731/20120, um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2020/2021, hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra allt að 4.810 þorskígildistonn af botnfiski til ráðstöfunar til byggðalaga sem falla undir skilyrði a.og b. liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar.
Nú hefur verið úthlutað á byggðir innan Dalvíkurbyggðar og er úthlutunin svohljóðandi:
Árskógssandur - 4,38% af heild - 210 tonn
Dalvík - 1,46% af heild - 70 tonn
Hauganes - 0,31% af heild - 15 tonn
Samtals koma 295 tonn í hlut Dalvíkurbyggðar.
Með bréfi ráðuneytisins frá 11. september sl. var óskað eftir rökstuddum tillögum sveitarstjórna varðandi sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins og einstakra byggðalaga. Sá frestur var síðan framlengdur til 30. október þar sem skipting úthlutunar byggðakvóta lá ekki fyrir.
Nú liggur úthlutunin fyrir og er þá sveitarfélögum aftur gefinn frestur til 8. desember til að óska eftir breytingum á þegar innsendum tillögum.
Eftir að sérreglur byggðalaga hafa verið teknar til efnislegrar meðferðar í ráðuneytinu og auglýstar á vef þess mun ráðuneytið beina því til Fiskistofu að auglýsa byggðakvóta fyrir viðkomandi byggðarlög til umsóknar eins fljótt og auðið er.