Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 996. fundi byggðaráðs þann 16. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá stjórn SSNE dagsett 15. september 2021. Stjórn SSNE fjallaði um líforkuver á 28. fundi sínum, 11. ágúst og var umræðum fram haldið á 29. fundi stjórnar, 8. september og samþykkti stjórn svohljóðandi bókun: „Stofnað verði einkahlutafélag til að halda utan um verkefnið “Líforkuver" og félagið vistað undir hatti SSNE. Stofnfé af hálfu SSNE verði framlag áhersluverkefnis umhverfismála, 3 m.kr að viðbættum 5 m.kr styrk sem Umhverfisráðuneytið veitti í verkefnið til eflingar hringrásarhagkerfisins. Óskað verður eftir 12 m.kr fjárframlagi frá sveitarfélögum á starfssvæði SSNE í hlutfalli við íbúafjölda til þess að fjármagna að fullu hagkvæmnimat sem áætlað er að kosta muni 20 m.kr.“ SSNE óskar eftir því að Dalvíkurbyggð leggi kr. 729.000,- til verkefnisins sem um leið verður hlutafé Dalvíkurbyggðar í einkahlutafélagi um Líforkuver. Upphæðin er hlutfall af 12 millj kr. miðað við íbúafjölda Dalvíkurbyggðar 1. janúar 2021. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu og umfjöllun um það. Afgreiðslu frestað."Byggðaráð samþykkir samhljóða að leggja kr. 729.000,- til verkefnisins en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE. Byggðaráð skorar jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við SSNV, en ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við hagkvæmnisathugun á líforkuveri ætti því einnig að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu. Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hluta Dalvíkurbyggðar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama. "