Byggðaráð

996. fundur 16. september 2021 kl. 13:00 - 16:14 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá SSNE; Erindi til sveitarfélagsins- Hagkvæmnimat Líforkuver

Málsnúmer 202102038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn SSNE dagsett 15. september 2021.

Stjórn SSNE fjallaði um líforkuver á 28. fundi sínum 11. ágúst og var umræðum fram haldið á 29. fundi stjórnar 8. september og samþykkti stjórn svohljóðandi bókun:
„Stofnað verði einkahlutafélag til að halda utan um verkefnið “Líforkuver" og félagið vistað undir hatti SSNE. Stofnfé af hálfu SSNE verði framlag áhersluverkefnis umhverfismála, 3 m.kr að viðbættum 5 m.kr styrk sem Umhverfisráðuneytið veitti í verkefnið til eflingar hringrásarhagkerfisins. Óskað verður eftir 12 m.kr fjárframlagi frá sveitarfélögum á starfssvæði SSNE í hlutfalli við íbúafjölda til þess að fjármagna að fullu hagkvæmnimat sem áætlað er að kosta muni 20 m.kr.“
SSNE óskar eftir því að Dalvíkurbyggð leggi kr. 729.000,- til verkefnisins sem um leið verður hlutafé Dalvíkurbyggðar í einkahlutafélagi um Líforkuver. Upphæðin er hlutfall af 12 millj kr. miðað við íbúafjölda Dalvíkurbyggðar 1. janúar 2021.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu og umfjöllun um það.
Afgreiðslu frestað.

2.Frá Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses; Beiðni um skuldbreytingu

Málsnúmer 202108061Vakta málsnúmer

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, rafpóstur dagsettur 28. júlí 2021, þar sem stjórnin óskar eftir að viðskiptaskuld félagsins við Dalvíkurbyggð frá framkvæmdatíma upp á rúmar 5 milljónir króna verði breytt í langtímalán. Fyrir liggur samþykkt byggðaráðs um skammtímalán vegna skuldarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu fyrir byggðaráð varðandi ofangreint erindi."

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeirri vinnu sem liggur að baki og hugmyndum að tillögu hvað varðar lánskjör.
Málið er áfram í vinnslu og er lagt fram til kynningar.

3.Frá framkvæmdasviði; Leiga á Böggivsstaðaskála.

Málsnúmer 201902134Vakta málsnúmer

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, kl. 13:00.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 samþykkti ráðið samhljóða með 3 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði auglýstur áfram til leigu án skilyrða um að skila inn tilboði fyrir ákveðinn tíma. Tekin verði þá hverju sinni afstaða til tilboðs ef og þegar það berst.

Í kjölfar auglýsingar í ágúst 2021 bárust tvö erindi til deildarstjóra EF-deildar, ósk um leigu.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að rýna nánar í tvö ofangreind erindi um leigu á Böggvisstaðaskála og fá mat á ástandi skálans innan ramma fjárhagsáætlunar Eignasjóðs.
Gunnþór tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."

Með fundarboði fylgdu frekari upplýsingar frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að óska eftir formlegum tilboðum frá báðum aðilum sem innihaldi upplýsingar um leigugreiðslur, hvaða viðhald og framkvæmdir á húsnæðinu verði á kostnað leigutaka og hvort gerðar séu einhverjar kröfur á sveitarfélagið hvað varðar ástand húsnæðisins við upphaf leigu sem og á leigutíma. Einnig að fram komi ósk um tímalengd leigusamnings, upplýsingar um áætlaða starfsemi sem og metin áhrif á nærumhverfi.
Byggðaráð áskilur sér rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

4.Staða íþróttafélaga vegna COVID19

Málsnúmer 202004008Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 14:08.

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 13. september 2021, þar sem farið er yfir stöðu íþrótta- og æskulýðsfélaganna eftir Covid.


Gísli Rúnar vék af fundi kl. 15:05.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu minnisblaði til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og að íþrótta- og æskulýðsráð komi með tillögu til byggðaráðs hvernig á að bregðast við fyrirliggjandi óskum og hugmyndum íþróttafélaganna.

5.Styrkir til verkefna á sviði orkuskipta

Málsnúmer 202105131Vakta málsnúmer

Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var eftirfarandi bókað:

"Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Orkusjóður auglýsir eftir styrkumsóknum og þar á meðal til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði. Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið sendi inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir hleðslustöðvum á ferjuhöfninni á Árskógssandi og hafnarsvæðinu á Hauganesi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að senda inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir tilgreindar hleðslustöðvar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa, dagsett þann 13. september 2021, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 550.000 fyrir hlut Dalvíkurbyggðar í uppsetningunni stöðvanna.
Fyrir liggja drög að samningi á milli Orkusjóðs og Dalvíkurbyggðar þar sem veittur er styrkur að upphæð kr. 550.000 vegna hleðslustöðva í ferðamannaþorpin Hauganes og Árskógssand sem er 50% af áætluðum kostnaði. Með undirskrift samningsins staðfestir styrkþegi að heildarfjármögnun verkefnisins hafi gengið eftir eins og ráð var gert í umsókn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir að fá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa, á fund byggðaráðs til að upplýsa um framtíðarekstur stöðvanna.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202106014Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 16:14.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs