Málsnúmer 202105131Vakta málsnúmer
Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Orkusjóður auglýsir eftir styrkumsóknum og þar á meðal til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði. Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið sendi inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir hleðslustöðvum á ferjuhöfninni á Árskógssandi og hafnarsvæðinu á Hauganesi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að senda inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir tilgreindar hleðslustöðvar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa, dagsett þann 13. september 2021, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 550.000 fyrir hlut Dalvíkurbyggðar í uppsetningunni stöðvanna.
Fyrir liggja drög að samningi á milli Orkusjóðs og Dalvíkurbyggðar þar sem veittur er styrkur að upphæð kr. 550.000 vegna hleðslustöðva í ferðamannaþorpin Hauganes og Árskógssand sem er 50% af áætluðum kostnaði. Með undirskrift samningsins staðfestir styrkþegi að heildarfjármögnun verkefnisins hafi gengið eftir eins og ráð var gert í umsókn.