Undir þessum lið komu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, ráðgjafi frá Projects í gegnum fjarfund, kl. 8:15.
Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 20. ágúst 2020, er varðar uppfærðar leiðbeiningar vegna Eignasjóðs og Félagslegra íbúða. Með fundarboði fylgdi tillaga að endurskoðun reglna um Eignasjóð og Félagslegar íbúðir. Tillögurnar eru unnar með ráðgjafa frá Projects.
Til umræðu ofangreint.
Katrín Dóra vék af fundi kl. 9:00.
Steinþór vék á fundi kl. 9:20.