Landbúnaðarráð

144. fundur 07. apríl 2022 kl. 10:00 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá
Freyr Antonsson komst ekki á fundinn og enginn varamaður kom í hans stað.

1.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2022

Málsnúmer 202204008Vakta málsnúmer

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2022. Samkvæmt venju eru fyrstu göngur og réttir aðra helgi í september eða 9.-11. september. Að öllu jöfnu hafa aðrar göngur verið viku síðar en ekki eru gerðar kröfur um að þær þurfi að vera samtímis á öllum gangnasvæðum eins og fyrstu göngur ef annað þykir henta betur. Eftirleitir og hrossasmölun verða 30. sept. - 1. okt.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Fyrirkomulag refa- og minkaveiða 2022

Málsnúmer 202204009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð.
Farið yfir samningsdrögin og gerðar á þeim breytingar. Landbúnaðarráð samþykkir samningsdrögin samhljóða með fjórum atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Samþykkt um búfjárhald- endurskoðun

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri búfjársamþykkt.
Landbúnaðarráð samþykkir framlögð drög að breytingum á búfjársamþykkt Dalvíkurbyggðar með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál

Málsnúmer 202203052Vakta málsnúmer

Til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús þar sem m.a. er fjallað um gæludýrahald.
Lagt fram til kynningar.

5.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun erindisbréfa v. skipulagsbreytinga.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Rætt um breytingar á samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Landbúnaðarráð vill koma að ábendingu til væntanlegrar sveitarstjórnar í framhaldi af ákvörðun núverandi sveitarstjórnar um að landbúnaðarráð skuli fellt inn í umhverfisráð eftir næstu kosningar. Ráðið er algjörlega mótfallið því og leggur til við nýja sveitarstjórn að í stað þess verði skipað dreifbýlisráð sem tekur yfir málefni landbúnaðarráðs og dreifbýlisins almennt.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Jón Þórarinsson leggur jafnframt fram eftirfarandi bókanir:
Lagt er til við væntanlega sveitarstjórn að gert verði átak í að merkja þær fjölmörgu menningarminjar sem eru bæði leyndar og ljósar í sveitarfélaginu eins og til dæmis gamlar fjárréttir sem eiga sér oft stórmerkilega sögu. Einnig er fjöldi gamalla mannvistarleifa sem vantar merkingar og vegvísa að.
Einnig er lagt til við væntanlega sveitarstjórn að hafin verði undirbúningur að vatnsöflun á svokölluðum köldum svæðum í sveitarfélaginu. Þetta á bæði við kalt og heitt vatn því neysluvatn er víða mjög erfitt viðureignar og misjafnt að gæðum.
Jafnframt er því beint til nýrrar sveitarstjórnar að hún beiti sér fyrir stórbættum vetrarsamgöngum í Svarfaðar- og Skíðadal þar sem snjómokstursviðmið Vegagerðarinnar í dreifbýli eru löngu úrelt og heyra fortíðinni til, sbr. erindi sem sent var til stjórnmálaleiðtoga fyrir síðustu Alþingiskosningar.

6.Styrkvegasjóður 2022

Málsnúmer 202204015Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum rann umsóknarfrestur út 21. mars sl. mánuði fyrr en venjulega.
Landbúnaðarráð óskar eftir því að Vegagerðin sendi út tilkynningu árlega til sveitarfélaga þar sem minnt er á umsóknarfrest vegna styrkumsókna, sérstaklega þegar um breytingu á tímasetningu er að ræða.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi