Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi dags. 01.02.2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, auk rafpósts frá 02.09.2022 um umdæmisráð á landsvísu, frá Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra félagsþjónustu Múlaþings.
Málið var tekið fyrir á fundi byggðaráðs dags. 01.09.2022, á 1.036. fundi. Þar var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. ágúst sl., þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi um innleiðingu á nýjum barnaverndarlögum sem haldinn var 24. ágúst sl. var ákveðið í lok fundar að bjóða sveitarfélögum á landsbyggðinni að taka þátt í undirbúningi að umdæmisráði barnaverndar. Fyrirhugað er að halda fund á Teams föstudaginn 2. september kl. 11.00. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi bréfi Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra Múlaþings. Fram kemur í bréfi frá félagsmálastjóra Múlaþings að allt bendi til þess að stofnsett verði þrjú umdæmisráð barnaverndar á landinu; eitt í Reykjavík, eitt á höfuðborgarsvæðinu og það þriðja á landsvísu. Þetta erindi er vegna stofnunar umdæmisráðs á landsvísu og þvi öllum sveitarfélögum frjást að gerast stofnaðilar ráðsins. Öll sveitarfélög eiga að hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. og geta ekki sótt um undanþágu til að setja á stofn barnaverndarþjónustu undir 6000 íbúa markinu fyrr en að umdæmisráð hefur verið skipað og tilkynnig borist ráðuneyti. Boðað er til TEAMS fundar föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:00. Æskilegt er að sveitarstjórar ásamt stjórnendum velferðarþjónustu þeirra sveitarfélaga sem hafa áhuga á þátttöku í umdæmisráði á landsvísu mæti á fundinn. Lagt fram til kynningar." Með fundarboð byggðaráðs fylgdu drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar, ásamt viðauka II, og drög að erindisbréfi fyrir valnefnd.
Til máls tóku: Freyr Antonsson, forseti. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á málinu og sveitarstjórn hvetur félagsmálaráð til að taka erindið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn.
Samþykkt