Félagsmálaráð

260. fundur 08. september 2022 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Lilja Guðnadóttir boðaði forföll og varamaður hennar Felix Rafn Felixson kom í hennar stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206053Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 202206053

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202208114Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 202208114

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202109058Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 202109058

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202209029Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 202209029

Bókað í trúnaðarmálabók

5.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108078Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti fjárhagsstöðu félagsmálasviðs fyrir árið 2022. Einnig var farið yfir stöðumat fyrir fyrstu 7 mánuði ársins
Lagt fram til kynningar.

6.Aflið Akureyri, styrkumsókn 2022

Málsnúmer 202208016Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 04.08.2022 frá Aflinu á Akureyri. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til að mögulegt sé að þróa áfram Aflið og styðja á sem faglegastan hátt við brotaþola ofbeldis á landsbyggðinni. Öll framlög eru vel þegin.
Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk til Aflsins að upphæð 100.000,- krónur tekið af lið 0280-9145, samþykkt samhljóða.

7.Reykjadalur 2022

Málsnúmer 202209028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 26.08.2022 frá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Send er beiðni til sveitarfélaga um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Miðað er við að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði til jafns við einstaklinga frá viðkomandi svæði. Sumarið 2022 dvöldu 220 einstaklingar frá 30 sveitarfélögum í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Alls voru í sumarbúðum í Skagafirði 70 einstaklingar.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða að greiða niður sumarbúðir í Reykjadal.

8.Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um styrk

Málsnúmer 202206066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá félagi eldri borgara dags. 23.06.2022 um styrk til að betrumbæta í Mímisbrunni. Um er að ræða hljóðdempun í sal og stuðningshandföng á salerni. Óskað er eftir styrk sem væri á fjárhagsáætlun ársins 2023. Málið var tekið fyrir á fundi byggðarráðs 23.06.2022, 1030 fundi þar sem bókað var; "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofandgreindu erindi til félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Lagt fram til kynningar og erindið tekið fyrir á fundi um fjárhagsáætlunargerð.

9.Fjárhagsáætlun 2023; snjómokstur og hálkuvarnir - ósk um stuðning

Málsnúmer 202206086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 20.06.2022 frá Dalbæ, heimili aldraðra. Málið var einnig tekið fyrir á fundi byggðarráðs, fundur 1030 frá 23.06.2022. Þar var bókað: Byggðarráð samþykktir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2023-2026.

Fram kemur í erindi Dalbæjar ósk um stuðning frá Dalvíkurbyggð í formi umsjónar með snjómokstri og hálkuvörnum fyrir heimilið.
Lagt fram til kynningar og erindið tekið fyrir á fundi um fjárhagsáætlunargerð.

10.Fjárhagsáætlun 2023; ósk um aukið fjármagn vegna félagsstarfs

Málsnúmer 202206072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 20.06.2022 frá Dalbæ, heimili aldraðra vegna fjárhagsáætlunagerðar fyrir árið 2023.
Erindi þetta var einnig tekið fyrir á fundi byggðaráðs, 1030. fundi sem haldinn var 23.06.2022. Þar var bókað, "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs vegna vinnu við
fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026."

Erindi Dalbæjar er frá leiðbeinendum í félagsstarfi 60 ára og eldri sem og öryrkja í Dalvíkurbyggð. Óskað er eftir auknu fjármagni til að hægt verði að bjóða upp á fleiri opnunardaga í vikunni. Nú eru tveir opnunardagar í viku. Inni í tímafjöldanum gefst enginn tími til undirbúnings eða frágangs vegna fjölbreytileika starfsins. Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni komu í handavinnu árið 2021, einstaklingar utan úr bæ alls 27, öryrkjar alls 7.
Lagt fram til kynningar og erindið tekið fyrir á fundi um fjárhagsáætlunargerð.

11.Umdæmisráð barnaverndar

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 01.02.2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, auk rafpósts frá 02.09.2022 um umdæmisráð á landsvísu, frá Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra félagsþjónustu Múlaþings.
Málið var tekið fyrir á fundi byggðaráðs dags. 01.09.2022, á 1.036. fundi. Þar var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. ágúst sl., þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi um innleiðingu á nýjum barnaverndarlögum sem haldinn var 24. ágúst sl. var ákveðið í lok fundar að bjóða sveitarfélögum á landsbyggðinni að taka þátt í undirbúningi að umdæmisráði barnaverndar. Fyrirhugað er að halda fund á Teams föstudaginn 2. september kl. 11.00. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi bréfi Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra Múlaþings. Fram kemur í bréfi frá félagsmálastjóra Múlaþings að allt bendi til þess að stofnsett verði þrjú umdæmisráð barnaverndar á landinu; eitt í Reykjavík, eitt á höfuðborgarsvæðinu og það þriðja á landsvísu. Þetta erindi er vegna stofnunar umdæmisráðs á landsvísu og þvi öllum sveitarfélögum frjást að gerast stofnaðilar ráðsins. Öll sveitarfélög eiga að hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. og geta ekki sótt um undanþágu til að setja á stofn barnaverndarþjónustu undir 6000 íbúa markinu fyrr en að umdæmisráð hefur verið skipað og tilkynnig borist ráðuneyti. Boðað er til TEAMS fundar föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:00. Æskilegt er að sveitarstjórar ásamt stjórnendum velferðarþjónustu þeirra sveitarfélaga sem hafa áhuga á þátttöku í umdæmisráði á landsvísu mæti á fundinn. Lagt fram til kynningar." Með fundarboð byggðaráðs fylgdu drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar, ásamt viðauka II, og drög að erindisbréfi fyrir valnefnd.

Til máls tóku: Freyr Antonsson, forseti. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á málinu og sveitarstjórn hvetur félagsmálaráð til að taka erindið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn.

Samþykkt
Félagsmálaráð hvetur byggðarráð til samninga um að reka saman umdæmisráð barnaverndar á landsvísu.

12.Notendaráð við fatlað fólk

Málsnúmer 202206136Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 29.06.2022 frá Þroskahjálp, landssamtökunum. Óskað er eftir upplýsingum um notendaráð við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga kemur fram að hafa beri samstarf við fatlað fólk um málefni og þjónustu sem skipta máli í lífi þess og hvernig best sé að skipuleggja þjónustuna.
Lagt fram til kynningar.

13.Bæklingar um mansal á úkraínsku, rússnesku og ensku

Málsnúmer 202207001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 30.06.2022 frá Fjölmenningarsetri. Fram kemur að á árinu hafði lögfræðingur Dómsmálaráðuneytis verið með erindi um mansal. Upplýsingar úr þeim fyrirlestri hafa nú verið þýddar fyrir flóttafólk og innflytjendur um mansal á úkraínsku, rússnesku og ensku. Bæklingarnir er hægt að fá á heimasíðu Fjölmenningarseturs (www.mcc.is)
Lagt fram til kynningar.

14.Geðheilsa eldra fólks - nám á netinu

Málsnúmer 202207002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 30.06.2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur unnið að fræðslu um geðheilsu eldra fólks. Fræðslan er á rafrænu formi. Fræðslan er hluti af geðheilsuverkefninu "Heilsuefling í heimabyggð"
Fræðsluna er hægt að nálgast á heimasíðu ÞÍH, geðheilbrigði aldraðra (throunarmidstod.is)
Lagt fram til kynningar.

15.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Málsnúmer 202207007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 21.06.2022 frá Jafnréttisstofu þar sem minnt er á Landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður í Menningarhúsinu Hofi 15. september n.k.
Lagt fram til kynningar.

16.Áætlun um jafnréttismál - endurskoðun að afloknum sveitarstjórnarkosningum

Málsnúmer 202203025Vakta málsnúmer

Tekin fyrir jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir tímabilið 2018-2022. Samkvæmt lögum skulu sveitarstjórnir að afloknum sveitastjórnarkosningum sjá til þess að innan hvers sveitarfélags verði gerð áætlun fyrir nýtt kjörtímabil um markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um jafna
meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, þar sem m.a. komi fram hvernig unnið skuli að kynja- og jafnréttissjónarmiðum á öllum sviðum. Áætlun skal taka til markmiða og aðgerða til að stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, m.a. hvernig starfsfólki skuli tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 6. mgr. 14. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Hún skal lögð fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar, framvinda hennar rædd árlega í sveitarstjórn eftir það og hún endurskoðuð eftir þörfum. Sveitarstjórn skal fela byggðaráði eða annarri fastanefnd sveitarfélags að fara með jafnréttismál sveitarfélagsins og hafa, með stuðningi starfsfólks, umsjón með
undirbúningi áætlunar og framkvæmd hennar. Sveitarstjórn er jafnframt skylt að gera jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sinni skv. 5. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd þessa ákvæðis og veitir sveitarfélögum stuðning við framkvæmd þess
Frestað til næsta fundar.

17.Bókun stjórnar sambandsins um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202208127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 02.09.2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Málið var til umfjöllunar í Byggðaráði, fundi 1.036, dags 02.09.2022. Eftirfarandi er bókun ráðsins: "Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 26. ágúst 2022, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 26. ágúst sl. var lagt fram minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks. Eftirfarandi var bókað og samþykkt: Stjórnin þakkar fyrir greinargott minnisblað og telur þann grunn sem nú hefur náðst samstaða um skapa forsendur til þess að fjölga þeim sveitarfélögum sem taka á móti flóttafólki. Sveitarstjórnum er bent á að ítarleg frétt um samkomulagið er á vef sambandsins, ásamt upptöku frá kynningarfundi sem haldinn var 24. ágúst sl. Stjórnin hvetur sveitarstjórnir til þess að kynna sér efni samkomulagsins og taka afstöðu til þess hvort sveitarfélögin geti tekið þátt í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni. Stjórnin ítrekar að lokum mikilvægi þess að stuðningur við börn og ungmenni verði útfærður nánar í góðu samráði við sveitarfélögin Sjá nánar á vef Sambandsins; https://www.samband.is/frettir/rammi-um-thjonustusamning-um-samraemda-mottoku-flottafolks/

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í félagsmálaráði."
Lagt fram til kynningar.

18.Tómstundir og dagþjónusta

Málsnúmer 202209026Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndarmönnum hugmyndir af námskeiðum, fyrirlestrum og uppbroti í þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu. Einnig ósk um meira samstarf við félag eldri borgara og er á áætlun fundur með þeim vegna þessa máls.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna áfram að málinu við fjárhagsáætlunargerð.

19.Aðgengisfulltrúar

Málsnúmer 202109128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 04.09.2022 frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem fjallað er um aðgengisfulltrúa sem og aðgengisstyrk frá ríkinu

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi