Tekið fyrir erindi dags. 20.06.2022 frá Dalbæ, heimili aldraðra vegna fjárhagsáætlunagerðar fyrir árið 2023.
Erindi þetta var einnig tekið fyrir á fundi byggðaráðs, 1030. fundi sem haldinn var 23.06.2022. Þar var bókað, "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs vegna vinnu við
fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026."
Erindi Dalbæjar er frá leiðbeinendum í félagsstarfi 60 ára og eldri sem og öryrkja í Dalvíkurbyggð. Óskað er eftir auknu fjármagni til að hægt verði að bjóða upp á fleiri opnunardaga í vikunni. Nú eru tveir opnunardagar í viku. Inni í tímafjöldanum gefst enginn tími til undirbúnings eða frágangs vegna fjölbreytileika starfsins. Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni komu í handavinnu árið 2021, einstaklingar utan úr bæ alls 27, öryrkjar alls 7.