Tekið fyrir erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands dags. mars 2022 þar sem vakin er athygli á að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, félagsmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Öryrkjabandalag Íslands gera með sér samkomulag um samstarf. Um er að ræða átak sem felur í sér hvatningu ti sveitarfélaga um að vinna markvisst að úrbótum í aðgengismálum í samræmi við stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021. Mikilvægt er að fatlað fólk hafi aðgengi að samfélaginu til jafns við aðra og sveitarfélögin á Íslandi gegna lykilhlutverki við að ná því markmiði.