Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Bókun stjórnar sambandsins um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202208127

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1036. fundur - 01.09.2022

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 26. ágúst 2022, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 26. ágúst sl. var lagt fram minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.

Eftirfarandi var bókað og samþykkt:
Stjórnin þakkar fyrir greinargott minnisblað og telur þann grunn sem nú hefur náðst samstaða um skapa forsendur til þess að fjölga þeim sveitarfélögum sem taka á móti flóttafólki. Sveitarstjórnum er bent á að ítarleg frétt um samkomulagið er á vef sambandsins, ásamt upptöku frá kynningarfundi sem haldinn var 24. ágúst sl. Stjórnin hvetur sveitarstjórnir til þess að kynna sér efni samkomulagsins og taka afstöðu til þess hvort sveitarfélögin geti tekið þátt í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni. Stjórnin ítrekar að lokum mikilvægi þess að stuðningur við börn og ungmenni verði útfærður nánar í góðu samráði við sveitarfélögin

Sjá nánar á vef Sambandsins;
https://www.samband.is/frettir/rammi-um-thjonustusamning-um-samraemda-mottoku-flottafolks/

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í félagsmálaráði.

Félagsmálaráð - 260. fundur - 08.09.2022

Tekið fyrir erindi dags. 02.09.2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Málið var til umfjöllunar í Byggðaráði, fundi 1.036, dags 02.09.2022. Eftirfarandi er bókun ráðsins: "Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 26. ágúst 2022, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 26. ágúst sl. var lagt fram minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks. Eftirfarandi var bókað og samþykkt: Stjórnin þakkar fyrir greinargott minnisblað og telur þann grunn sem nú hefur náðst samstaða um skapa forsendur til þess að fjölga þeim sveitarfélögum sem taka á móti flóttafólki. Sveitarstjórnum er bent á að ítarleg frétt um samkomulagið er á vef sambandsins, ásamt upptöku frá kynningarfundi sem haldinn var 24. ágúst sl. Stjórnin hvetur sveitarstjórnir til þess að kynna sér efni samkomulagsins og taka afstöðu til þess hvort sveitarfélögin geti tekið þátt í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni. Stjórnin ítrekar að lokum mikilvægi þess að stuðningur við börn og ungmenni verði útfærður nánar í góðu samráði við sveitarfélögin Sjá nánar á vef Sambandsins; https://www.samband.is/frettir/rammi-um-thjonustusamning-um-samraemda-mottoku-flottafolks/

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í félagsmálaráði."
Lagt fram til kynningar.