Byggðaráð

1036. fundur 01. september 2022 kl. 13:15 - 17:01 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umdæmisráð barnaverndar

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. ágúst sl., þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi um innleiðingu á nýjum barnaverndarlögum sem haldinn var 24. ágúst sl. var ákveðið í lok fundar að bjóða sveitarfélögum á landsbyggðinni að taka þátt í undirbúningi að umdæmisráði barnaverndar. Fyrirhugað er að halda fund á Teams föstudaginn 2. september kl. 11.00. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi bréfi Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra Múlaþings.

Fram kemur í bréfi frá félagsmálastjóra Múlaþings að allt bendi til þess að stofnsett verði þrjú umdæmisráð barnaverndar á landinu; eitt í Reykjavík, eitt á höfuðborgarsvæðinu og það þriðja á landsvísu. Þetta erindi er vegna stofnunar umdæmisráðs á landsvísu og þvi öllum sveitarfélögum frjást að gerast stofnaðilar ráðsins. Öll sveitarfélög eiga að hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. og geta ekki sótt um undanþágu til að setja á stofn barnaverndarþjónustu undir 6000 íbúa markinu fyrr en að umdæmisráð hefur verið skipað og tilkynnig borist ráðuneyti. Boðað er til TEAMS fundar föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:00. Æskilegt er að sveitarstjórar ásamt stjórnendum velferðarþjónustu þeirra sveitarfélaga sem hafa áhuga á þátttöku í umdæmisráði á landsvísu mæti á fundinn.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Bókun stjórnar sambandsins um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202208127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 26. ágúst 2022, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 26. ágúst sl. var lagt fram minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.

Eftirfarandi var bókað og samþykkt:
Stjórnin þakkar fyrir greinargott minnisblað og telur þann grunn sem nú hefur náðst samstaða um skapa forsendur til þess að fjölga þeim sveitarfélögum sem taka á móti flóttafólki. Sveitarstjórnum er bent á að ítarleg frétt um samkomulagið er á vef sambandsins, ásamt upptöku frá kynningarfundi sem haldinn var 24. ágúst sl. Stjórnin hvetur sveitarstjórnir til þess að kynna sér efni samkomulagsins og taka afstöðu til þess hvort sveitarfélögin geti tekið þátt í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni. Stjórnin ítrekar að lokum mikilvægi þess að stuðningur við börn og ungmenni verði útfærður nánar í góðu samráði við sveitarfélögin

Sjá nánar á vef Sambandsins;
https://www.samband.is/frettir/rammi-um-thjonustusamning-um-samraemda-mottoku-flottafolks/

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í félagsmálaráði.

3.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Staða bókhalds janúar - júlí 2022 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Staða launakostnaðar janúar - júlí 2022 eftir deildum í samanburði við launaáætlun.
Staða stöðugilda janúar - júlí 2022 eftir deildum í samanburði við launaáætlun.
Yfirlit fyrir staðagreiðslu janúar - júní 2022 í samanburði við fyrra ár og önnur sveitarfélög.
Staða viðhaldsverkefna Eignasjóðs í ágúst 2022.
6 mánaða uppgjör A- hluta skv. uppgjörskerfi.
6 mánaða uppgjör B- hluta skv. uppgjörskerfi.

Lagt fram til kynningar.

4.Nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild v. Dalvíkurskóla o.fl.

Málsnúmer 202208067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 14:22.

Á 1035. fundi byggðaráðs þann 25. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl.14:09. og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:16. Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13.18. Tekið fyrir minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 16. ágúst sl., sem er þarfagreining fyrir nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild. Fram kemur að starfsmaður sem var í 60% starfi við Dalvíkurskóla og sá um ýmis verkefni innan skólans sagði starfi sínu lausu í vor og ekki hefur verið auglýst og/eða ráðið í starfið. Óskað er eftir því að fá að bæta við starfsmanni á Eigna- og framkvæmdadeild í nýtt 100% starf sem hafi það aðalverkefni að sinna viðhaldi á og þjónusta allar skólastofnanir sveitarfélagsins. 60% starfið í skólanum yrði þannig lagt niður og starfsmaðurinn yrði starfsmaður Framkvæmdasviðs en hefði mikla skipulagða viðveru í skólunum og næði þá að sinna því sem þarf dagsdaglega og eiga í samskiptum við skólastjórnendur um viðhald og viðhaldsþörf. Með þarfagreiningunni fylgja drög að starfslýsingu fyrir þetta nýja starf. Með fundarboði byggðaráðs fylgir einnig starfslýsing starfsmanns í Dalvikurskóla í 60% starfi - skólaliði II. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra, sviðsstjórum framkvæmdasviðs, fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og skólastjóra Dalvíkurskóla að eiga fund fyrir hádegi á morgun um ofangreint." Gert var grein fyrir fundi föstudaginn 19. ágúst sl. um ofangreint og þeim gögnum og upplýsingum sem liggja nú fyrir. Friðrik og Gísli viku af fundi kl.14:48.Frestað."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og framkvæmdaviðs:
Minnisblað með tillögu að 100% starfi í Dalvíkurskóla.
Drög að starfslýsingu, byggt á tillögu frá skólastjóra Dalvíkurskóla.
Þarfagreining verkefna.

Friðrik, Helga Íris, Gísli og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:09.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá eftirtaldar upplýsingar og gögn fyrir næsta fund byggðaráðs:
Kostnaðargreiningu; launakostnaður, akstur, rekstur bifreiðar, viðbótarkostnað miðað við 100% starf.
Starfslýsing; sundurliðun á verkefnum í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilinu Árskógi.

Byggðaráð óskar eftir að fá lokatillögur frá framkvæmdasviði og fræðslu- og menningarsviði hvað varðar ofangreint inn á næsta fund.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

a) Forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2023

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fyrstu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2023.

b) Drög að fjárhagsramma.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fyrstu drög að fjárhagsramma fyrir árið 2023 vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar og næstu drög tekin til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs.

6.Gjaldskrár 2023; áherslur til umræðu

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Til umræðu forsendur og áherslur varðandi gjaldskrár sveitarfélagsins 2023.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu; Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Málsnúmer 202208101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar og koma með tillögu að innleggi frá Dalvíkurbyggð varðandi ofangreint.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Landsþing sambandsins

Málsnúmer 202208128Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 26. ágúst 2022, þar sem fram kemur að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum 26. ágúst sl. dagskrá landsþings sem haldið verður í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 28. - 30. september nk. Yfirskriftin er GRUNNUR AÐ GÓÐU SAMFÉLAGI. Dagskráin er kynnt í ofangreindum rafpósti.
Lagt fram til kynningar.

9.Ársreikningur BHS 2021

Málsnúmer 202208120Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir BHS ehf. vegna ársins 2021 en Dalvíkurbyggð á 11,11% hlut frá sameiningu sveitarfélaganna 1998.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að kanna með sölu á hlut Dalvíkurbyggðar í BHS ehf.

Fundi slitið - kl. 17:01.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs