Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu; Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Málsnúmer 202208101

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1036. fundur - 01.09.2022

Tekið fyrir erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar og koma með tillögu að innleggi frá Dalvíkurbyggð varðandi ofangreint.

Veitu- og hafnaráð - 117. fundur - 27.09.2022

Haukur Gunnarsson formaður boðaði forföll og Jólanta varamaður sat fundinn í hans stað. Gunnlaugur Svansson boðaði forföll og sat Júlíus Magnússon í hans stað Silja Pálsdóttir boðaði forföll og sat Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson í hennar stað.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sat fundinn undir lið 3. Fundarstjóri byrjaði á því að tilkynna breytta fundarröðun, byrjað á 3 lið og endað á 1 lið. Jolanta vék af fundi undir síðasta lið kl. 10:30
Á Byggðaráðsfundi 1036 vísar Byggðaráð til umfjöllunar hjá Veitu- og hafnaráði, erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári.
Veitu- og hafnaráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu og vill þakka sérstaklega fyrir að hefja samráðsferlið strax.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Á Byggðaráðsfundi 1036 vísar Byggðaráð til umfjöllunar hjá Umhverfis- og dreifbýlisráði erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 350. fundur - 18.10.2022

Á 117. fundi veitu- og hafnaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á Byggðaráðsfundi 1036 vísar Byggðaráð til umfjöllunar hjá Veitu- og hafnaráði, erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári.Veitu- og hafnaráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu og vill þakka sérstaklega fyrir að hefja samráðsferlið strax. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."

Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á Byggðaráðsfundi 1036 vísar Byggðaráð til umfjöllunar hjá Umhverfis- og dreifbýlisráði erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári. Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:

Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Lagt fram til kynningar.