Á 117. fundi veitu- og hafnaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á Byggðaráðsfundi 1036 vísar Byggðaráð til umfjöllunar hjá Veitu- og hafnaráði, erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári.Veitu- og hafnaráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu og vill þakka sérstaklega fyrir að hefja samráðsferlið strax. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á Byggðaráðsfundi 1036 vísar Byggðaráð til umfjöllunar hjá Umhverfis- og dreifbýlisráði erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári. Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."