Nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild v. Dalvíkurskóla o.fl.

Málsnúmer 202208067

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13.18.

Tekið fyrir minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 16. ágúst sl., sem er þarfagreining fyrir nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild. Fram kemur að starfsmaður sem var í 60% starfi við Dalvíkurskóla og sá um ýmis verkefni innan skólans sagði starfi sínu lausu í vor og ekki hefur verið auglýst og/eða ráðið í starfið. Óskað er eftir því að fá að bæta við starfsmanni á Eigna- og framkvæmdadeild í nýtt 100% starf sem hafi það aðalverkefni að sinna viðhaldi á og þjónusta allar skólastofnanir sveitarfélagsins. 60% starfið í skólanum yrði þannig lagt niður og starfsmaðurinn yrði starfsmaður Framkvæmdasviðs en hefði mikla skipulagða viðveru í skólunum og næði þá að sinna því sem þarf dagsdaglega og eiga í samskiptum við skólastjórnendur um viðhald og viðhaldsþörf. Með þarfagreiningunni fylgja drög að starfslýsingu fyrir þetta nýja starf.

Með fundarboði byggðaráðs fylgir einnig starfslýsing starfsmanns í Dalvikurskóla í 60% starfi - skólaliði II.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra, sviðsstjórum framkvæmdasviðs, fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og skólastjóra Dalvíkurskóla að eiga fund fyrir hádegi á morgun um ofangreint.

Byggðaráð - 1035. fundur - 25.08.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl.14:09. og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:16.

Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13.18. Tekið fyrir minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 16. ágúst sl., sem er þarfagreining fyrir nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild. Fram kemur að starfsmaður sem var í 60% starfi við Dalvíkurskóla og sá um ýmis verkefni innan skólans sagði starfi sínu lausu í vor og ekki hefur verið auglýst og/eða ráðið í starfið. Óskað er eftir því að fá að bæta við starfsmanni á Eigna- og framkvæmdadeild í nýtt 100% starf sem hafi það aðalverkefni að sinna viðhaldi á og þjónusta allar skólastofnanir sveitarfélagsins. 60% starfið í skólanum yrði þannig lagt niður og starfsmaðurinn yrði starfsmaður Framkvæmdasviðs en hefði mikla skipulagða viðveru í skólunum og næði þá að sinna því sem þarf dagsdaglega og eiga í samskiptum við skólastjórnendur um viðhald og viðhaldsþörf. Með þarfagreiningunni fylgja drög að starfslýsingu fyrir þetta nýja starf. Með fundarboði byggðaráðs fylgir einnig starfslýsing starfsmanns í Dalvikurskóla í 60% starfi - skólaliði II. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra, sviðsstjórum framkvæmdasviðs, fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og skólastjóra Dalvíkurskóla að eiga fund fyrir hádegi á morgun um ofangreint."

Gert var grein fyrir fundi föstudaginn 19. ágúst sl. um ofangreint og þeim gögnum og upplýsingum sem liggja nú fyrir.

Friðrik og Gísli viku af fundi kl.14:48.
Frestað.

Byggðaráð - 1036. fundur - 01.09.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 14:22.

Á 1035. fundi byggðaráðs þann 25. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl.14:09. og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:16. Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13.18. Tekið fyrir minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 16. ágúst sl., sem er þarfagreining fyrir nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild. Fram kemur að starfsmaður sem var í 60% starfi við Dalvíkurskóla og sá um ýmis verkefni innan skólans sagði starfi sínu lausu í vor og ekki hefur verið auglýst og/eða ráðið í starfið. Óskað er eftir því að fá að bæta við starfsmanni á Eigna- og framkvæmdadeild í nýtt 100% starf sem hafi það aðalverkefni að sinna viðhaldi á og þjónusta allar skólastofnanir sveitarfélagsins. 60% starfið í skólanum yrði þannig lagt niður og starfsmaðurinn yrði starfsmaður Framkvæmdasviðs en hefði mikla skipulagða viðveru í skólunum og næði þá að sinna því sem þarf dagsdaglega og eiga í samskiptum við skólastjórnendur um viðhald og viðhaldsþörf. Með þarfagreiningunni fylgja drög að starfslýsingu fyrir þetta nýja starf. Með fundarboði byggðaráðs fylgir einnig starfslýsing starfsmanns í Dalvikurskóla í 60% starfi - skólaliði II. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra, sviðsstjórum framkvæmdasviðs, fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og skólastjóra Dalvíkurskóla að eiga fund fyrir hádegi á morgun um ofangreint." Gert var grein fyrir fundi föstudaginn 19. ágúst sl. um ofangreint og þeim gögnum og upplýsingum sem liggja nú fyrir. Friðrik og Gísli viku af fundi kl.14:48.Frestað."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og framkvæmdaviðs:
Minnisblað með tillögu að 100% starfi í Dalvíkurskóla.
Drög að starfslýsingu, byggt á tillögu frá skólastjóra Dalvíkurskóla.
Þarfagreining verkefna.

Friðrik, Helga Íris, Gísli og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:09.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá eftirtaldar upplýsingar og gögn fyrir næsta fund byggðaráðs:
Kostnaðargreiningu; launakostnaður, akstur, rekstur bifreiðar, viðbótarkostnað miðað við 100% starf.
Starfslýsing; sundurliðun á verkefnum í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilinu Árskógi.

Byggðaráð óskar eftir að fá lokatillögur frá framkvæmdasviði og fræðslu- og menningarsviði hvað varðar ofangreint inn á næsta fund.

Byggðaráð - 1037. fundur - 08.09.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gisli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:15.

Á 1036. fundi byggðaráðs þann 1. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
" Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og framkvæmdaviðs:
Minnisblað með tillögu að 100% starfi í Dalvíkurskóla.
Drög að starfslýsingu, byggt á tillögu frá skólastjóra Dalvíkurskóla.
Þarfagreining verkefna.

Friðrik, Helga Íris, Gísli og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:09.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá eftirtaldar upplýsingar og gögn fyrir næsta fund byggðaráðs: Kostnaðargreiningu; launakostnaður, akstur, rekstur bifreiðar, viðbótarkostnað miðað við 100% starf. Starfslýsing; sundurliðun á verkefnum í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilinu Árskógi. Byggðaráð óskar eftir að fá lokatillögur frá framkvæmdasviði og fræðslu- og menningarsviði hvað varðar ofangreint inn á næsta fund."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn:

Minnisblað, dagsett þann 7. septmber sl.- framhald á eldra minnisblaði.
Útreikningar launafulltrúa varðandi launakostnað.
Samantekt og greining sviðsstjóra á kostnaði vegna launa og bifreiðar.
Yfirfarin starfslýsing; þar sem fram kemur sundurgreining hvaða verkefni á að vinna a) í Dalvíkurskóla, b) í Árskógarskóla, c) í félagsheimilinu Árskógi, d) sem sameiginleg verkefni á starfsstövðum Árskógar- og Dalvíkurskóla og e) sérstaklega í Dalvíkurskóla.

Til umræðu ofangreint.

Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 13:53.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að samþykkja ofangreinda tillögu um nýtt 100% starf húsvarðar við Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilið Árskóg, Felix Rafn greiðir atkvæði á móti.

Felix Rafn Felixson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd lista Framsóknar og félagshyggjufólks:
Við viljum benda á að tvær þarfagreiningar liggja fyrir á störfum sem áður voru á höndum húsvarðar í Dalvíkurskóla. Önnur var gerð 2019 og sú seinni var gerð haustið 2021, í samráði við stjórnendur, kennara og starfsfólk Dalvíkurskóla. Heimild var frá upphafi fyrir hálfu stöðugildi til að vinna afmörkuð störf til að létta undir daglegri starfsemi skólans en var ekki nýtt. Eftir seinni þarfagreininguna var sett í fjárhagsáætlun fjármagn fyrir 63% starf sem ráðið var í síðasta haust. Sú fjárheimild er enn í gildi en ekki var ráðið aftur í stöðuna þegar starfsmaður sem ráðinn var síðasta haust sagði upp í apríl á þessum ári og lét af störfum við skólalok í vor.
Við hvetjum skólastjóra til að ráða í þá stöðu sem nú þegar er í fjárhagsáætlun sem allra fyrst til að leysa þau störf sem þarf að vinna samkvæmt starfslýsingu.
Brýnum verkefnum sem vinna þarf þangað til að starfsmaður verði ráðinn er hægt að útvista til að þetta mál tefji ekki fyrir eða hindri almennt skólastarf.
Framundan er vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og því telur listi Framsóknar og félagshyggjufólks ekki tímabært að auka við fjármagn í eina stofnun á þessum tímapunkti þegar vitað er að stofnanir sveitarfélagins þurfa að horfa í hverja krónu við fjárhagsáætlungerðina.

Sveitarstjórn - 349. fundur - 20.09.2022

Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gisli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:15. Á 1036. fundi byggðaráðs þann 1. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað: " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og framkvæmdaviðs: Minnisblað með tillögu að 100% starfi í Dalvíkurskóla. Drög að starfslýsingu, byggt á tillögu frá skólastjóra Dalvíkurskóla. Þarfagreining verkefna. Friðrik, Helga Íris, Gísli og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:09. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá eftirtaldar upplýsingar og gögn fyrir næsta fund byggðaráðs: Kostnaðargreiningu; launakostnaður, akstur, rekstur bifreiðar, viðbótarkostnað miðað við 100% starf. Starfslýsing; sundurliðun á verkefnum í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilinu Árskógi. Byggðaráð óskar eftir að fá lokatillögur frá framkvæmdasviði og fræðslu- og menningarsviði hvað varðar ofangreint inn á næsta fund." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn: Minnisblað, dagsett þann 7. septmber sl.- framhald á eldra minnisblaði. Útreikningar launafulltrúa varðandi launakostnað. Samantekt og greining sviðsstjóra á kostnaði vegna launa og bifreiðar. Yfirfarin starfslýsing; þar sem fram kemur sundurgreining hvaða verkefni á að vinna a) í Dalvíkurskóla, b) í Árskógarskóla, c) í félagsheimilinu Árskógi, d) sem sameiginleg verkefni á starfsstövðum Árskógar- og Dalvíkurskóla og e) sérstaklega í Dalvíkurskóla. Til umræðu ofangreint. Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 13:53. Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að samþykkja ofangreinda tillögu um nýtt 100% starf húsvarðar við Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilið Árskóg, Felix Rafn greiðir atkvæði á móti. Felix Rafn Felixson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd lista Framsóknar og félagshyggjufólks: Við viljum benda á að tvær þarfagreiningar liggja fyrir á störfum sem áður voru á höndum húsvarðar í Dalvíkurskóla. Önnur var gerð 2019 og sú seinni var gerð haustið 2021, í samráði við stjórnendur, kennara og starfsfólk Dalvíkurskóla. Heimild var frá upphafi fyrir hálfu stöðugildi til að vinna afmörkuð störf til að létta undir daglegri starfsemi skólans en var ekki nýtt. Eftir seinni þarfagreininguna var sett í fjárhagsáætlun fjármagn fyrir 63% starf sem ráðið var í síðasta haust. Sú fjárheimild er enn í gildi en ekki var ráðið aftur í stöðuna þegar starfsmaður sem ráðinn var síðasta haust sagði upp í apríl á þessum ári og lét af störfum við skólalok í vor. Við hvetjum skólastjóra til að ráða í þá stöðu sem nú þegar er í fjárhagsáætlun sem allra fyrst til að leysa þau störf sem þarf að vinna samkvæmt starfslýsingu. Brýnum verkefnum sem vinna þarf þangað til að starfsmaður verði ráðinn er hægt að útvista til að þetta mál tefji ekki fyrir eða hindri almennt skólastarf. Framundan er vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og því telur listi Framsóknar og félagshyggjufólks ekki tímabært að auka við fjármagn í eina stofnun á þessum tímapunkti þegar vitað er að stofnanir sveitarfélagins þurfa að horfa í hverja krónu við fjárhagsáætlungerðina. "
Til máls tóku:

Felix Rafn Felixson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Listi framsóknar og félagshyggjufólks vill bera fram þá tillögu um að þessari ákvörðun verði frestað og málið skoðað í tengslum við fjárhagsáætlunargerð sem nú er ný hafin."

Helgi Einarsson.


Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi bókun:
"Ákvörðun um að endurvekja húsvarðastöðu í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Árskógi var undirbyggð og mótuð á þremur byggðaráðsfundum og fjórum vinnufundum 7 starfsmanna þar sem ýmis sjónarhorn komu fram. Ákvörðunin í lokin er byggð á skilgreiningu verkefna sem þarf að vinna og þá í framhaldi hvar starfið er best vistað og stjórnað að okkar mati. Starfssemi Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Árskógs er um 31,6% af rekstrarútgjöldum. Nemendur eru um 270 og starfsmenn um 60 sem gera það að verkum að um 17% íbúa Dalvíkurbyggðar fara um þessi húsnæði og koma að daglegu starfi. Við teljum því forsvaranlegt að endurvekja starfið og vonum um leið að meiri sátt fáist í því mikilvæga starfi sem fer fram í Grunnskólum Dalvíkurbyggðar. Áréttað skal að aðrar stofnanir og húsnæði sveitarfélagsins njóta áfram liðsinnis Eigna og framkvæmdadeildar."


Felix Rafn Felixson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd lista Framsóknar og félagshyggjufólks:
"Það er skoðun okkar að sú ákvörðun að veita aukið fjármagn í rekstur Dalvíkurskóla sé ekki tímabær, sérstaklega þar sem Dalvíkurskóli er nú þegar farinn fram úr fjárheimildum sínum á þessu ári.
Það er ekki rétt að okkar mati að auka fjármagn við eina stofnun sveitarfélagsins á þessum tímapunkti þegar vinna við fjárhagsáætlun næsta árs er nýhafin og ekki víst að til sé fjármagn til að hækka fjárheimildir Dalvíkurskóla á nýju fjárhagsári."


Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn hafnar ofangreindri tillögu frá lista Framsóknar og félagshyggjufólks með 5 atkvæðum, Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði með tillögunni.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu og afgreiðslu byggðaráðs um nýtt 100% starf húsvarðar við Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilið Árskóg.
Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði á móti.