Sviðstjóri fór yfir stöðu orkumála hjá Hitaveitu Dalvíkur.
Vegna fyrirspurna um orkufrekan iðnað í Dalvíkurbyggð hefur verið leitað til ÍSOR um að taka saman greinagerð um stöðu orkuöflunar í Dalvíkurbyggð.
Fyrir liggja drög að verksamningi við ÍSOR þar sem kostnaður við þessar rannsóknir og samantekt er um 2,2 miljónir króna. Á fjárhagsáætlun 2022 er gert ráð fyrir um tveimur miljónum króna hjá Hitaveitu á liðum 4730 og 4391.
Eins hefur Eflu verið falið að afla gagna um umfram flutningsgetu Hitaveitu og Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Áætlaða framtíðarnotkun miðað við íbúaþróun og iðnaðarþróun og koma með tillögur að stækkun veitunnar og kostnað.
Sviðsstjóra er falið að sækja um fjárheimild til byggðaráðs þegar endanlegt kostnaðarmat liggur fyrir.