Endurnýjun á kaldavatnslögn - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202409131

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 26. fundur - 09.10.2024

Erindi dagsett 26.september 2024 þar sem Halla Dögg Káradóttir f.h. Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 90 mm kaldavatnslagnar um 1,9 km leið frá Syðri Ás að kjúklingabúi við Þorvaldsdalsá.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 26.september 2024 þar sem Halla Dögg Káradóttir f.h. Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 90 mm kaldavatnslagnar um 1,9 km leið frá Syðri Ás að kjúklingabúi við Þorvaldsdalsá.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framkvæmdarleyfi fyrir lagningu 90 mm kaldavatnslagnar um 1,9 km leið frá Syðri Ás að kjúklingabúi við Þorvaldsdalsá. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

Veitu- og hafnaráð - 140. fundur - 06.11.2024

Framkvæmdin felur í sér endurnýjun á 90 mm kaldavatnslögn um 1,9 km leið á milli
Syðri-Áss og Melbrúnar við Hauganes.

Endurnýjun dælulagnar er í vinnslu, ekki er búið að klára lagningu hennar. Þessi framkvæmd hefur verið unnin samhliða öðrum verkefnum á vegum veitna og er komin vel á veg. Óvíst er hvenær hún verður tekin í notkun.
Frestað til næsta fundar.