Jarðvegskönnun á suðursvæði - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202410033

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 26. fundur - 09.10.2024

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegskönnun á svæði sunnan íþróttasvæðis Dalvíkur.
Um er að ræða 25-30 holur fyrir jarðvegskönnun sem er hluti af deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðasvæði sunnan Dalvíkur.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegskönnun á svæði sunnan íþróttasvæðis Dalvíkur.
Um er að ræða 25-30 holur fyrir jarðvegskönnun sem er hluti af deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðasvæði sunnan Dalvíkur.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegskönnun á svæði sunnan íþróttasvæðis Dalvíkur. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.