Styrkur v. jólaaðstoðar fyrir efnaminni fjölskyldur og einstaklinga - 2024

Málsnúmer 202411081

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 284. fundur - 10.12.2024

Tekið fyrir erindi dags. 18.11.2024 frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar. Fram kemur í erindi þeirra að um þessar mundir sé sjóðurinn að hefja fjáröflun vegna jólaaðstoðar á vegum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins. Í ár megi búast við enn fleiri umsóknum fyrir jólin líkt og síðustu ár. Í reglubundnum úthlutun sjóðsins árið 2024 er ljóst að þörfin og eftirspurn hefur stóraukist. Framundan eru þungir mánuðir fyrir mörg heimili á svæðinu og ljóst að gera má ráð fyrir að jólaastoð 2024 verði stórt verkefni. Árið 2023 fengu 500 fjölskyldur og einstaklingar jólaaðstoð. Í ár hafa mánaðarlegar úthlutanir verið samtals 575 og þá er jólaaðstoðin ótalin. Velferðarsjóðurinn hefur stefnt að því að úthluta fyrst og fremst úttektarkortum.
Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum að veita styrk til Velferðarsjóðs Eyjafjarðar að upphæð 350.000,- kr tekið af lið 02-11-9110.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 284. fundi félagsmálaráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 18.11.2024 frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar. Fram kemur í erindi þeirra að um þessar mundir sé sjóðurinn að hefja fjáröflun vegna jólaaðstoðar á vegum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins. Í ár megi búast við
enn fleiri umsóknum fyrir jólin líkt og síðustu ár. Í reglubundnum úthlutun sjóðsins árið 2024 er ljóst að þörfin og eftirspurn hefur stóraukist. Framundan eru þungir mánuðir fyrir mörg heimili á svæðinu og ljóst að gera má ráð fyrir að jólaastoð 2024 verði stórt verkefni. Árið 2023 fengu 500 fjölskyldur og einstaklingar jólaaðstoð. Í ár hafa mánaðarlegar úthlutanir verið samtals 575 og þá er jólaaðstoðin ótalin. Velferðarsjóðurinn hefur stefnt að því að úthluta fyrst og fremst úttektarkortum.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum að veita styrk til Velferðarsjóðs Eyjafjarðar að upphæð 350.000,- kr tekið af lið 02-11-9110."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og styrk að upphæð kr. 350.000 af lið 02110-9110.