Málsnúmer 202411081Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi dags. 18.11.2024 frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar. Fram kemur í erindi þeirra að um þessar mundir sé sjóðurinn að hefja fjáröflun vegna jólaaðstoðar á vegum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins. Í ár megi búast við enn fleiri umsóknum fyrir jólin líkt og síðustu ár. Í reglubundnum úthlutun sjóðsins árið 2024 er ljóst að þörfin og eftirspurn hefur stóraukist. Framundan eru þungir mánuðir fyrir mörg heimili á svæðinu og ljóst að gera má ráð fyrir að jólaastoð 2024 verði stórt verkefni. Árið 2023 fengu 500 fjölskyldur og einstaklingar jólaaðstoð. Í ár hafa mánaðarlegar úthlutanir verið samtals 575 og þá er jólaaðstoðin ótalin. Velferðarsjóðurinn hefur stefnt að því að úthluta fyrst og fremst úttektarkortum.