Félagsmálaráð

284. fundur 10. desember 2024 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202412032Vakta málsnúmer

Trúðnaðarmál - 202412032

Bókað í trúnaðarmálabók
Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum að fela starfsmönnum félagsmálasviðs að veita þeim einstaklingum sem voru of seinir að sækja um jólaaðstoð í Velferðarsjóð Eyjafjarðar styrk. Taka skal mið að upphæðum Velferðarsjóðsins.

2.Styrkur v. jólaaðstoðar fyrir efnaminni fjölskyldur og einstaklinga - 2024

Málsnúmer 202411081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 18.11.2024 frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar. Fram kemur í erindi þeirra að um þessar mundir sé sjóðurinn að hefja fjáröflun vegna jólaaðstoðar á vegum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins. Í ár megi búast við enn fleiri umsóknum fyrir jólin líkt og síðustu ár. Í reglubundnum úthlutun sjóðsins árið 2024 er ljóst að þörfin og eftirspurn hefur stóraukist. Framundan eru þungir mánuðir fyrir mörg heimili á svæðinu og ljóst að gera má ráð fyrir að jólaastoð 2024 verði stórt verkefni. Árið 2023 fengu 500 fjölskyldur og einstaklingar jólaaðstoð. Í ár hafa mánaðarlegar úthlutanir verið samtals 575 og þá er jólaaðstoðin ótalin. Velferðarsjóðurinn hefur stefnt að því að úthluta fyrst og fremst úttektarkortum.
Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum að veita styrk til Velferðarsjóðs Eyjafjarðar að upphæð 350.000,- kr tekið af lið 02-11-9110.

3.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Lagt fram til upplýsingar staðan á samningi við Akureyrarbæ vegna Barnaverndarþjónustu. Akureyrarbær hefur sagt upp samningi við Dalvíkurbyggð mun sú uppsögn taka gildi 30.nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.

4.Framlag ríkisins 2024 vegna barna með fjölþættan vanda og eða miklar þroska- og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis á árinu 2024

Málsnúmer 202412014Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 04.12.2024 frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þar kemur fram að áformað er að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir sem vistuð hafa verið utan heimilis árið 2024 á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Um er að ræða einskiptisaðgerð vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynninar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi