Ektaböð Hauganesi - úrbætur á salernisaðstöðu og starfsmannahús

Málsnúmer 202404097

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 21. fundur - 04.06.2024

Lagt fram erindi Jóhanns Guðna Reynissonar f.h. Ektabaða ehf. um stöðuleyfi fyrir 20 ft salernisgám á landi Dalvíkurbyggðar norðvestan við núverandi baðaðstöðu.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram erindi Jóhanns Guðna Reynissonar f.h. Ektabaða ehf. um stöðuleyfi fyrir 20 ft salernisgám á landi Dalvíkurbyggðar norðvestan við núverandi baðaðstöðu. Meðfylgjandi er afstöðumynd.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið.