Hálseyrar og Leirlág - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202405024

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 21. fundur - 04.06.2024

Erindi dagsett 22.apríl 2024 þar sem Ingvar Þór Óskarsson f.h. Steypustöðvarinnar Dalvík ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir eftirfarandi:
- Efnisnámi fyrir 10.000 m3 úr Hálseyrum og Melshorni til 5 ára.
- Efnislosun í Leirlág.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir a) efnisnámi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og b) efnislosun þegar tilskilin gögn ásamt umsögn Umhverfisstofnunar liggja fyrir.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa og deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar að leggja fram greinargerð um stöðu mála varðandi efnistökusvæði sveitarfélagsins á fundi ráðsins í ágúst.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 22.apríl 2024 þar sem Ingvar Þór Óskarsson f.h. Steypustöðvarinnar Dalvík ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir eftirfarandi: - Efnisnámi fyrir 10.000 m3 úr Hálseyrum og Melshorni til 5 ára. - Efnislosun í Leirlág.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir a) efnisnámi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og b) efnislosun þegar tilskilin gögn ásamt umsögn Umhverfisstofnunar liggja fyrir. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa og deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar að leggja fram greinargerð um stöðu mála varðandi efnistökusvæði sveitarfélagsins á fundi ráðsins í ágúst. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir a) efnisnámi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og b) efnislosun þegar tilskilin gögn ásamt umsögn Umhverfisstofnunar liggja fyrir.
Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsráði að fela viðkomandi starfsmönnum að leggja fram greinargerð um stöðu mála varðandi efnistökusvæði sveitarfélagsins á fundi ráðsins í ágúst.