Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7.maí 2024 þar sem Sigmar Örn Harðarson sækir um bílastæði á lóð nr. 5 við Hólaveg á Dalvík. Jafnframt er sótt um aðra aðkomu inn á lóðina frá Hólavegi. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi með þeim skilyrðum að um einungis eina innkeyrslu yrði að ræða, 3ja metra breiða, við lóðamörk Hólavegar 7. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við bílastæði meðfram Hólavegi á vegum sveitarfélagsins síðsumars 2024 sem munu fjölga bílastæðum í götunni. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.