Kirkjuvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu heimtauga

Málsnúmer 202405043

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 21. fundur - 04.06.2024

Erindi dagsett 7.maí 2024 þar sem Tengir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu heimtauga í Kirkjuvegi.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fylgiskjöl:

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7.maí 2024 þar sem Tengir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu heimtauga í Kirkjuvegi. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið. Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.