Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldar tillögur um fullnaðarheimild skipulagsráðs verði teknir út skv. tillögu að 7. gr.: 2. Samþykkt og kynning lýsingar deiliskipulags skv. 1.-3.mgr. 40.gr. skipulagslaga 8. Ákvörðun um samþykkt um útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 13.gr. skipulagslaga þegar deiliskipulag liggur ekki fyrir. 9. Ákvörðun um samþykkt og útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir matsskyldar framkvæmdir skv. 14.gr. skipulagslaga. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirfarandi 8. gr. verði tekin út í heild sinni: 8.Skipulagsráð afgreiðir eftirtalin verkefni laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 án staðfestingar sveitarstjórnar:1. Veitir umsögn um matsskyldar framkvæmdir skv. 15.gr. (?) laganna. 2. Veitir umsögn um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum og tilgreindar eru í flokki B í 1.viðauka laganna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar í samræmi við ofangreint." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, tvær útgáfur: a) Drög að viðauka í samræmi við ofangreinda bókun. b) Drög að viðauka í samræmi við ofangreinda bókun þar sem gert er ráð fyrir að skipulagsráðs fái fullnaðarheimild til úthlutunar á lóðum og samþykkir og gefi út framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. og 14. gr. skipulagslaga. Í tillögu að erindisbréfi skipulagsráðs voru gerðar breytingartillögur þess efnis varðandi þessi atriði en voru ekki tilgreind í 7. gr. heldur komu fram í 6. gr. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu skv. b) lið hér að ofan með breytingum sem gerðar voru á fundinum þannig að skipulagsráð fái fullnaðarheimild til að afgreiða framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. og að skipulagsráð fái fullnaðarheimild til að úthluta lóðum sem eru auglýstar skv. gildandi deiliskipulagi."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að viðauka, viðauki 1.3., við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til fyrri umræðu.
Helgi Einarsson.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hann liggur fyrir.