Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202405134

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 136. fundur - 06.06.2024

Erindi dagsett 16.05.2024 þar sem Jóhann Guðni Reynisson fyrir hönd Ektabaða ehf. sækir um til bráðabirgða um að tengingu við fráveitu Dalvíkubyggðar. Veitustjóri fór yfir umsókn og leggur til að að við salernisgám verði sett rotþró.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að við salernisgám verði sett rótþró í stað þess að tengja hann inn á fráveitukerfið.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 136. fund veitu- og hafnaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 16.05.2024 þar sem Jóhann Guðni Reynisson fyrir hönd Ektabaða ehf. sækir um til bráðabirgða um að tengingu við fráveitu Dalvíkubyggðar. Veitustjóri fór yfir umsókn og leggur til að að við salernisgám verði sett rotþró. Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að við salernisgám verði sett rótþró í stað þess að tengja hann inn á fráveitukerfið. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um bráðabirgða tengingu við fráveitu Dalvíkurbyggðar og að við salernisgám verði sett rotþró í stað þess að tengja hann inn á fráveitukerfið.