Íþrótta- og æskulýðsráð

162. fundur 04. júní 2024 kl. 08:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Freyr Antonsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll.

1.Afnot íþróttafélaga að líkamsrækt

Málsnúmer 202405220Vakta málsnúmer

Rætt um afnot að líkamsrækt aðila sem stunda íþróttir innan félaga í Dalvíkurbyggð. Sviðsstjóra er falið að kanna hvað önnur sveitarfélög eru að gera og taka saman umfangið. Þetta verður tekið samhliða endurnýjun á samningum við íþróttafélögin sem þarf að byrja að vinna í haust.

2.Samningar við íþróttafélögin frá 2025

Málsnúmer 202405219Vakta málsnúmer

Samningar við íþróttafélögin renna út um næstu áramót. Hefja þarf vinnu við nýja samninga strax í haust samhliða fjárhagsáætlunargerð.

3.Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir stöðu mála er varðar starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

4.Sumarnámskeið 2024

Málsnúmer 202402008Vakta málsnúmer

Búið er að senda á öll íþróttafélög í Dalvíkurbyggð og óska eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér sumarnámskeið. Engin viðbrögð hafa enn komið.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Freyr Antonsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi