Fræðsluráð

293. fundur 08. maí 2024 kl. 08:15 - 11:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Jolanta Krystyna Brandt Formaður fræðsluráðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Díana Björk Friðriksdóttir, fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla, Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla, Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla.

1.Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla - ósk um viðauka

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að samningi við pólska sendiráðið.
Fræðsluráð samþykkir samning samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Niðurstöður úr starfsmannakönnun

Málsnúmer 202305055Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður úr starfsmannakönnun í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð þakkar Friðriki fyrir góða kynningu á starfsmannakönnun í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.

3.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði Grunnskóla

Málsnúmer 202405008Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir niðurstöðu varðandi úthlutun úr endurmenntunarsjóði grunnskóla.
Lagt fram til kynningar
Leikskólafólk á Krílakoti kom inn á fund kl. 08:45

4.Innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason, forstöðumaður í Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, fór yfir stöðuna á innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð þakkar Gunnari fyrir góða kynningu á könnun og niðurstöður hennar notaðar til áframhaldandi vinnu. Gaman að sjá hvernig staðan er á innleiðingu Menntastefnunnar í Dalvíkurskóla.

5.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti fóru yfir starfsmannamál fyrir næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar

6.Fjárhagslegt stöðumat fyrir (04) fræðslumál. 2024

Málsnúmer 202403058Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fara yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir skólanna fyrir fjárhagsárið 2024.
Lagt fram til kynningar
Grunnskólafólk fór af fundi kl. 10:15

7.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla skilar af sér vinnu hópsins með greinagerð.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykktar verði þær tillögur sem vinnuhópur leggur til og taki þær gildi strax eftir sumarfrí leikskólanna. Verði þetta gert til prufu í 1 ár og árangur skoðaður næsta vor. Jafnframt samþykkir fræðsluráð með 5 atkvæðum nýtt erindisbréf fyrir vinnuhóp.

Tillögurnar eru:
?
Að boðið verði uppá sveigjanlega 30 klst gjaldfrjálsa leikskóladvöl í dalvíkurbyggð, þó með þeim skilyrðum að vistun hefjist ekki eftir kl 09:00 á morgnana, og verði að lágmarki 4 klst í senn, þá daga sem börn mæta í skóla.
?
Að börn yngri en 18 mánaða verði boðin vistun til kl 15:15.
?
Að teknir verði í gagnið skráningardagar og sérstakt gjald verði fyrir þá daga 2.696kr.
?
Að vinnuhópur starfi áfram samkvæmt nýju erindisbréfi og hlutverk hans verði að taka saman gögn og upplýsingar og upplýsa fræðsluráð á fundum næsta vetur.

Fræðsluráð leggur áherslu á að verkefnið er tilraunaverkefni í 1 ár. Ef vankantar verða, eða ef aðrar leiðir væru færari, þurfum við að geta stigið skref til hliðar, eða til baka, og vera ófeimin við það. Bent er á að foreldrar barna þurfa að greiða fæði í leikskóla.


8.Skóladagatal skólanna 2024 - 2025

Málsnúmer 202402040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir leikskóladagatal skólanna í Dalvíkurbyggð fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Einnig tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs.
Skóladagatal leikskólanna er samþykkt með fjórum atkvæðum með þessum breytingum

Lokað í haust - og vetrarfríi (fjórir dagar)
Dagar milli jóla og nýsárs, Dymbilvika og fimmta vika í sumarfríi verða skráningadagar. Fimmta vikan þarf að vera öðru hvoru megin við lokunardaga í sumarfríi.

Benedikt Snær er á móti lokun í vetrarfríi og getur því ekki samþykkt leikskóladagatal.

9.Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Drög að útboðsgögnum eru komin og búið er að boða til fundar hjá vinnuhópi strax eftir næstu helgi.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Jolanta Krystyna Brandt Formaður fræðsluráðs