Á 1139.fundi byggðarráðs þann 6.febrúar sl., var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 14:20 í gegnum TEAMS.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
Fundargerð vinnuhóps um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar, frá 09.10.2024.
Erindi til byggðaráðs dagsett þann 10.10.2024.
Minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til vinnuhópsins, dagsett þann 02.10.2024, varðandi ósk um að selja Nissan Rafmagnsbíl.
Í samþykktri fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2025-2028 koma fram heimildir stofnana og deilda vegna kaupa á bifreiðum, tækjum og búnaði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um heimildir vegna Framkvæmdasviðs.
Halla Dögg vék af fundi kl. 14:39.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á Nissan Rafmagnsbíl og Massey Fergusson dráttarvél.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.