Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar var eftirfarandi bókað:
Á 144. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Yfirhafnavörður Björgvin Páll Hauksson fór yfir þau gögn sem liggja fyrir vegna kaupa á nýrri flotbryggju á Dalvík. Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kaupa 2 sinnum 20 metra langar og 3 metra breiðar, steyptar flotbryggjur með fríborði 0,5 metra, frá Köfunarþjónustunni. Sveitarstjóra er falið að útbúa viðauka vegna verkefnisins og leggja fyrir byggðaráð."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 11. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 20.000.000 á lið 42200-11551 vegna flotbryggju í Dalvíkurhöfn. Sveitarstjóri hefur óskað eftir styrk frá Siglingasviði Vegargerðarinnar en á þessari stundu liggur ekki fyrir svar frá Vegagerðinni.
Forsaga málsins er úttekt Köfunarþjónustunnar á flotbryggjum Hafnasjóðs í Dalvíkurhöfn frá því í júlí sl. Búið er að bregðast við þeim atriðum sem bent var á að þyrfti að sinna strax en það hefur ekki dugað til og niðurstaðan er að það verði ekki undan því vikist að fara í þetta verkefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 42200-11551 hækki um kr. 20.000.000 vegna flotbryggju í Dalvíkurhöfn og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.