Frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, lokun flugbrautar

Málsnúmer 202501106

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1138. fundur - 30.01.2025

Tekið fyrir erindi frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, dagsett þann 21. janúar 2025, varðandi yfirlýsngu vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir áhyggjur Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi og lýsir yfir þungum áhyggjum vegna takmarkana á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll.
Byggðaráð leggur áherslu á að málið snertir alla landsmenn, óháð búsetu, og því er brýnt að borgarstjórn grípi til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli án tafar. Við hvetjum borgaryfirvöld því til að bregðast við með ábyrgum hætti og tryggja að flugvöllurinn geti áfram sinnt þessu lífnauðsynlega hlutverki sínu án óþarfa hindrana.

Byggðaráð - 1140. fundur - 13.02.2025

Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, dagsett þann 21. janúar 2025, varðandi yfirlýsngu vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir áhyggjur Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi og lýsir yfir þungum áhyggjum vegna takmarkana á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll.
Byggðaráð leggur áherslu á að málið snertir alla landsmenn, óháð búsetu, og því er brýnt að borgarstjórn grípi til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli án tafar. Við hvetjum borgaryfirvöld því til að bregðast við með ábyrgum hætti og tryggja að flugvöllurinn geti áfram sinnt þessu lífsnauðsynlega hlutverki sínu án óþarfa hindrana."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi afrit af kröfu Miðstöðvar Sjúkraflugs um tafarlaus viðbrögð vegna lokana á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar, dagsett þann 6. febrúar sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 1138.fundi byggðaráðs þann 30.janúar sl. og var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, dagsett þann 21. janúar 2025, varðandi yfirlýsngu vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir áhyggjur Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi og lýsir yfir þungum áhyggjum vegna takmarkana á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll.
Byggðaráð leggur áherslu á að málið snertir alla landsmenn, óháð búsetu, og því er brýnt að borgarstjórn grípi til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli án tafar. Við hvetjum borgaryfirvöld því til að bregðast við með ábyrgum hætti og tryggja að flugvöllurinn geti áfram sinnt þessu lífnauðsynlega hlutverki sínu án óþarfa hindrana.

Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var tekin fyrir krafa Miðstöðvar sjúkraflugs um tafarlaus viðbrögð vegna lokana á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar, dagsett þann 6.febrúar 2025. Eftirfarandi var bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar ítrekar bókun byggðaráðs frá því 21.janúar sl. vegna lokunar á flugbrautum 13 og 31 á Reykjavíkurflugvelli. Sveitarstjórn skorar á á Reykjavíkurborg, stjórnvöld og Isavia að tryggja flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar án tafar, þar sem málið varðar hagsmuni allra landsmanna. Sífelldar uppákomur borgaryfirvalda tengdar rekstri og öryggi Reyjavíkurflugvallar eru óboðlegar, þar sem Reykjavík sem höfuðborg ber ríka skyldu til að tryggja að samgöngur séu greiðar og öruggar fyrir alla landsmenn. Því hvetur sveitarstjórn borgaryfirvöld til að bregðast við með ábyrgum hætti og tryggja að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram sinnt sínu lífsnauðsynlega hlutverki án óþarfa hindrana.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.