Á 1138.fundi byggðaráðs þann 30.janúar sl. og var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, dagsett þann 21. janúar 2025, varðandi yfirlýsngu vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir áhyggjur Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi og lýsir yfir þungum áhyggjum vegna takmarkana á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll.
Byggðaráð leggur áherslu á að málið snertir alla landsmenn, óháð búsetu, og því er brýnt að borgarstjórn grípi til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli án tafar. Við hvetjum borgaryfirvöld því til að bregðast við með ábyrgum hætti og tryggja að flugvöllurinn geti áfram sinnt þessu lífnauðsynlega hlutverki sínu án óþarfa hindrana.
Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var tekin fyrir krafa Miðstöðvar sjúkraflugs um tafarlaus viðbrögð vegna lokana á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar, dagsett þann 6.febrúar 2025. Eftirfarandi var bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Byggðaráð leggur áherslu á að málið snertir alla landsmenn, óháð búsetu, og því er brýnt að borgarstjórn grípi til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli án tafar. Við hvetjum borgaryfirvöld því til að bregðast við með ábyrgum hætti og tryggja að flugvöllurinn geti áfram sinnt þessu lífnauðsynlega hlutverki sínu án óþarfa hindrana.