Frá Eignaveri fasteignasölu ehf.; Forkaupsréttur á Árbakka

Málsnúmer 202501139

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1139. fundur - 06.02.2025

Tekið fyrir erindi frá Eignaveri fasteignasölu ehf., dagsett þann 30. janúar sl., þar sem Dalvíkurbyggð er boðinn forkaupsréttur á grundvelli erfðafestusamnings á eignunum fnr. 215-6697 og fnr. 215-6698 sem landeigandi vegna sölu á umræddum eignum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð nýti sér ekki ofangreindan forkaupsrétt.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 1139.fundi byggðaráðs þann 6.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Eignaveri fasteignasölu ehf., dagsett þann 30. janúar sl., þar sem Dalvíkurbyggð er boðinn forkaupsréttur á grundvelli erfðafestusamnings á eignunum fnr. 215-6697 og fnr. 215-6698 sem landeigandi vegna sölu á umræddum eignum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð nýti sér ekki ofangreindan forkaupsrétt.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarfélagið nýti sér ekki forkaupsrétt á grundvelli erfðafestusamnings á heildar fasteigninni Árbakka.