Umhverfis- og dreifbýlisráð

7. fundur 03. mars 2023 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason, aðalmaður boðaði forföll og Emil Júlíus Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Börkur Þór Ottósson
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
Borið undir atkvæði um að setja á dagskrá mál nr. 6. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

1.Fjárhagsáætlun 2023; Stekkjarhús - viðhald

Málsnúmer 202206087Vakta málsnúmer

Á 1030 fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa til umhverfis- og dreifbýlisráðs erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu. Umhverfis- og dreifbýlisráð frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði jafnramt eftir því að forsvarsmenn Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar komi á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs til að gera nánari grein fyrir erindinu.
Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var lagt til að samningur við Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar verði endurskoðaður og drög að honum lögð fyrir ráðið. Eins verður viðhaldskostnaðaráætlun uppfærð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir leigusamninginn með áorðnum breytingum á fundinum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagt er til að stofnuð verði deild um fasteignina í bókhaldi og sótt um viðauka fyrir kostnaði við endurbætur sem gangnamannafélagið óskar eftir í framlögðu erindi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Umhverfisstofnun tilnefning í Vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer

Á 354. fundi sveitarstjórnar var tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 6. febrúar 2023, þar sem óskað er tilnefningar frá Dalvíkurbyggð í vatnasvæðanefnd sem starfar vegna framkvæmdar laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 535/2011 um stjórn vatnamála. Umhverfisstofnun óskar eftir að sveitarfélög tilnefni fulltrúa sinn, og annan til vara, sem og fulltrúa náttúruverndar- eða umhverfisnefndar sveitarfélags ef slík nefnd starfar á svæðinu, í vatnasvæðanefnd með tilvísan í 6. gr. reglugerðar nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Niðurstaða sveitarsjórnar að vísa málinu til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar og að ráðið tilnefni í nefndina.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að skipa sviðsstjóra framkvæmdasviðs í vatnasvæðanefnd og formann Umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra 2023

Málsnúmer 202302095Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Börkur þór Ottósson vék af fundi kl: 08:55

4.Auglýst lönd til beitar og slægna

Málsnúmer 202302126Vakta málsnúmer

Tekið fyrir yfirlit yfir leigulönd til beitar og slægna, samningar og úthlutunarreglur.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að gera tillögu að úthlutunarreglum og samningsformi fyrir beitar- og slægjulönd í Dalvíkurbyggð. Einnig felur ráðið framkvæmdasviði að taka saman heildaryfirlit að beitar- og slægjulöndum og gera tillögu að fjölgun á leigulöndum.
Ráðið felur framkvæmdasviði að setja Selárland í auglýsingu yfir laust land til leigu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Helga Íris Ingólfsdóttir vék af fundi kl: 09:15

5.Gjaldskrá Úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar

Málsnúmer 202301090Vakta málsnúmer

Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Til kynningar breytingar sem urðu um áramótin á fyrirkomulagi á greiðslum úr úrvinnslusjóði. Um áramótin komu til framkvæmda lög sem samþykkt voru á Alþingi í júní á sl. ári og hafa það megin markmið að styðja við hringrásarhagkerfið í meðhöndlun og meðferð úrgangs. Með lögunum verða jafnframt verulegar breytingar á framlengdri framleiðendaábyrgð. Úrvinnslusjóður mun því hér eftir greiða sveitarfélögunum kostnað við sérstaka söfnun úrgangs sem ber framleiðendaábyrgð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja kynningarfund hjá Úrvinnslusjóði sem verður haldinn 15.febrúar kl. 10 og undirbúi samantekt um málið og leggi fyrir ráðið. Tekið fyrir á 355. fundi sveitartjórnar og samþykkt að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja kynningarfund hjá Úrvinnslusjóði þann 15. febrúar.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um framkvæmdarleyfi við Hálsá

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur, dagsett 28. febrúar 2023, um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Hálsá.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Hálsá með fyrirvara um að fyrir liggi nauðsynleg gögn skv. reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi sem og jákvæð umsögn fiskistofu skv. 7. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason, aðalmaður boðaði forföll og Emil Júlíus Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Börkur Þór Ottósson
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs