Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer
Á 354. fundi sveitarstjórnar var tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 6. febrúar 2023, þar sem óskað er tilnefningar frá Dalvíkurbyggð í vatnasvæðanefnd sem starfar vegna framkvæmdar laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 535/2011 um stjórn vatnamála. Umhverfisstofnun óskar eftir að sveitarfélög tilnefni fulltrúa sinn, og annan til vara, sem og fulltrúa náttúruverndar- eða umhverfisnefndar sveitarfélags ef slík nefnd starfar á svæðinu, í vatnasvæðanefnd með tilvísan í 6. gr. reglugerðar nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Niðurstaða sveitarsjórnar að vísa málinu til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar og að ráðið tilnefni í nefndina.