Auglýst lönd til beitar og slægna

Málsnúmer 202302126

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 7. fundur - 03.03.2023

Tekið fyrir yfirlit yfir leigulönd til beitar og slægna, samningar og úthlutunarreglur.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að gera tillögu að úthlutunarreglum og samningsformi fyrir beitar- og slægjulönd í Dalvíkurbyggð. Einnig felur ráðið framkvæmdasviði að taka saman heildaryfirlit að beitar- og slægjulöndum og gera tillögu að fjölgun á leigulöndum.
Ráðið felur framkvæmdasviði að setja Selárland í auglýsingu yfir laust land til leigu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Helga Íris Ingólfsdóttir vék af fundi kl: 09:15

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 8. fundur - 31.03.2023

Til umræðu drög að úthlutunarreglum fyrir leigulönd og þær lendur sem lausar eru til úthlutunar
Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að bæta við í úthlutunarreglur fyrir leigulönd ákvæði um hlutkesti.
Að öðru leyti samþykkir ráði framlögð drög að úthlutunarreglum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu drög að úthlutunarreglum fyrir leigulönd og þær lendur sem lausar eru til úthlutunar. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að bæta við í úthlutunarreglur fyrir leigulönd, ákvæði um hlutkesti. Að öðru leyti samþykkir ráði framlögð drög að úthlutunarreglum. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs að úthlutunarreglum fyrir leigulönd og lendur.