Frá Veitustjóra; Beiðni um viðauka vegna uppbygginar á vegi að tanki við UPSA; viðauki #11

Málsnúmer 202503068

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1142. fundur - 13.03.2025

Tekið fyrir erindi frá veitustjóra, dagsett þann 11. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2025 að upphæð kr. 4.500.000 vegna uppbyggingar vegar að nýjum vatnstanki í Upsa. Ekki var gert ráð fyrir þessum vegi í framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025 en af öryggisástæðum þarf að fara í uppbygginguna vegna framkvæmdanna skv. lið 11 hér að ofan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 11 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 44200-11606 hækki um kr. 4.500.000 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars 2025 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá veitustjóra, dagsett þann 11. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2025 að upphæð kr. 4.500.000 vegna uppbyggingar vegar að nýjum vatnstanki í Upsa. Ekki var gert ráð fyrir þessum vegi í framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025 en af öryggisástæðum þarf að fara í uppbygginguna vegna framkvæmdanna skv. lið 11 hér að ofan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 11 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 44200-11606 hækki um kr. 4.500.000 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 11 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 44200-11606 hækki um kr. 4.500.000 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.