Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Landsbyggðin lifir, dagsett þann 4. mars sl., þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitafélög í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu „Coming, Staying, Living ? Ruralizing Europe“. Verkefnið leitast við að efla byggð í dreifbýli og smærri samfélögum með áherslu á grunnþjónustu, sjálfbærni og samfélagsþol. Verkefnið er unnið í samstarfi við Finnland, Svíþjóð og Danmörku og fellur vel að áherslum Norðurlandaráðs um þróttmikil og sjálfbær samfélög þar sem fólk vill búa og starfa.
Lykilatriði í verkefninu er að skapa vettvang fyrir samtal milli íbúa og stjórnvalda, þar sem stefnumótun um þróun byggðalaga hlýtur að byggjast á reynslu og þörfum heimamanna. Með því er hægt að tryggja að sveitarfélög þróist í takt við væntingar íbúa og aðlaðandi umhverfi sé til staðar fyrir nýja íbúa á öllum aldri, sem er lykilþáttur í að tryggja endurnýjun íbúa og sjálfbæra þróun til framtíðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi."