Selárland - nýtt deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu og frístundabyggð

Málsnúmer 202503040

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Pála Minný Ríkharðsdóttir f.h. Ektabaða ehf. sækir um heimild til breytingar á deiliskipulagi Hauganess og vinnslu nýs deiliskipulags fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði við Hauganes.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing, unnin af teiknistofunni NordicArch.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að hún verði kynnt skv. 1.-3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu lýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.