Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga; Viðauki nr. 8.

Málsnúmer 202503062

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1142. fundur - 13.03.2025

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna samninga sveitarfélagsins við Skógræktarfélag Eyfirðinga, sbr. liður 8 hér að ofan.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.470.000 á deild 11030.
Annars vegar er um að ræða kr. 970.000 vegna samnings um styrk til Skógaræktarfélagsins vegna Hánefsstaðareit, en í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 1.030.000. Hins vegar er um að ræða kr. 1.500.000 vegna samnings við félagið um Brúarhvammsreit og Bögg en óráðstafað er kr. 1.500.000 styrk til sveitarfélagsins.Lagt er til styrkurinn verði nýttur vegna samningsins til að dekka samningsfjárhæðina kr. 3.000.000, sbr. fyrri ákvarðanir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 11030-9145 hækki um kr. 970.000 og að liður 11030-4396 hækki um kr. 1.500.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgeiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna samninga sveitarfélagsins við Skógræktarfélag Eyfirðinga, sbr. liður 8 hér að ofan.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.470.000 á deild 11030.
Annars vegar er um að ræða kr. 970.000 vegna samnings um styrk til Skógaræktarfélagsins vegna Hánefsstaðareit, en í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 1.030.000. Hins vegar er um að ræða kr. 1.500.000 vegna samnings við félagið um Brúarhvammsreit og Bögg en óráðstafað er kr. 1.500.000 styrk til sveitarfélagsins.Lagt er til styrkurinn verði nýttur vegna samningsins til að dekka samningsfjárhæðina kr. 3.000.000, sbr. fyrri ákvarðanir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 11030-9145 hækki um kr. 970.000 og að liður 11030-4396 hækki um kr. 1.500.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgeiðslu sveitarstjórnar"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 11030-9145 hækki um kr. 970.000 vegna samnings við Skógræktarfélag Eyfirðinga um Hánefsstaðareit og að liður 11030-4396 hækki um kr. 3.000.000 vegna þjónustusamnings við Skógræktarfélag Eyfirðinga um Brúarhvammsreit og Bögg. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með ónýttum styrk að upphæð kr. 1.500.000 þannig að liður 11030-0660 verði kr. -1.500.000 í áætlun í stað kr. 0 og að kr. 2.470.000 verði mætt með lækkun á handbæru fé.