Á 30. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Karl Heiðar Friðriksson óskar eftir að taka yfir samning um slægjuland úr landi Laugahlíðar sem Friðrik Þórarinsson hefur haft samning um frá 1998. Óskað er eftir að gerður verði nýr samningur við Karl Heiðar án undangenginnar auglýsingar. Núgildandi samningi við Friðrik verði lokað.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir ofangreint erindi um nafnabreytingu á leigusamningi um slægjuland með tilvísun í gr. 3.4 í Úthlutunarreglum fyrir leigulönd í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."