Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
a) Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 26. febrúar sl., þar sem óskað er eftir því að ráða í starf sérkennslustjóra við Krílakot í 90% en heimild í gildandi launa- og fjárhagsáætlun er 75% staða.
Jafnframt kemur fram að einnig er sérkennari starfandi við skólann sem færi þá úr 75% stöðu í 50% stöðu.
Alls verði þá staða við sérkennslu við Krílakot 140%.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.447.103 vegna hækkunar á stöðugildi sérkennslustjóra úr 75% í 90%.
b)Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni leikskólastjóra Krílakots um hækkun á stöðugildi sérkennskustjóra úr 75% í 90%. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 6, að upphæð kr. 1.447.103 á deild 04140-laun. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni leikskólastjóra Krílakots um viðauka að upphæð kr. 1.021.279, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2025, á deild 04140 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samtals er því viðauki nr. 6 við við fjárhagsáætlun 2025, deild 04140, alls kr. 2.468.382."
b) Bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni leikskólastjóra Krílakots um viðauka að upphæð kr. 1.021.279, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2025, á deild 04140 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samtals er því viðauki nr. 6 við við fjárhagsáætlun 2025, deild 04140, alls kr. 2.468.382.