Frá forstöðumanni safna og Menningarhúss; Beiðni um kaup á búnaði; viðaukabeiðni #7

Málsnúmer 202503059

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1142. fundur - 13.03.2025

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni safna og Menningarhúss, dagsett þann 10. mars 2025, þar sem óskað er eftir kaupum á þurrkara fyrir Menningarhúsið Berg að upphæð kr. 60.000 og viðauka að upphæð kr. 60.000 á lið 05610-2810 sem er bundinn liður í fjárhagsáætlun. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með tilfærslu af lið 05610-4397 til lækkunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um búnaðarkaup og viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 60.000 á lið 05610-2810. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 05610-4397.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni safna og Menningarhúss, dagsett þann 10. mars 2025, þar sem óskað er eftir kaupum á þurrkara fyrir Menningarhúsið Berg að upphæð kr. 60.000 og viðauka að upphæð kr. 60.000 á lið 05610-2810 sem er bundinn liður í fjárhagsáætlun. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með tilfærslu af lið 05610-4397 til lækkunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um búnaðarkaup og viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 60.000 á lið 05610-2810. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 05610-4397.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 05610-2810 hækki um kr. 60.000 vegna kaupa á þurrkara fyrir Menningarhúsið, og á móti lækki liður 05610-4397 um sömu fjárhæð.