Frá ASÍ; Upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga - útvistun ræstinga- og þrifa starfa

Málsnúmer 202503046

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1142. fundur - 13.03.2025

Tekið fyrir erindi frá Alþýðusambandi Íslands, ASÍ, dagsett þann 6. mars sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 um útvistun sveitarfélags á ræstinu og þrifum.
Í frétt á heimasíðu Starfsgreinasambandins frá 7. mars sl. kemur fram að í gær sendi ASÍ fyrir hönd SGS og Eflingar bréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem óskað er eftir upplýsingum um þau ræstingarverkefni sem sveitarfélögin hafa útvistað til einkafyrirtækja á síðustu árum. Tilgangur upplýsingabeiðninnar er að greina betur umfang hins opinbera í útboðum á ræstingum og þrifum, svo og að kanna hvernig framkvæmd útboða og eftirliti er háttað.

https://www.sgs.is/frettir/frettir/umsvif-hins-opinbera-i-utbodum-i-raestingum-kortlogd/
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og senda fyrirspurn á Dagar hvort að starfsfólki sem starfar í stofnunum og vinnustöðum Dalvíkurbyggðar samkvæmt verksamningi, sé greitt samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að bregðast við erindi ASÍ eftir því sem við á.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Alþýðusambandi Íslands, ASÍ, dagsett þann 6. mars sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 um útvistun sveitarfélags á ræstinu og þrifum.
Í frétt á heimasíðu Starfsgreinasambandins frá 7. mars sl. kemur fram að í gær sendi ASÍ fyrir hönd SGS og Eflingar bréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem óskað er eftir upplýsingum um þau ræstingarverkefni sem sveitarfélögin hafa útvistað til einkafyrirtækja á síðustu árum. Tilgangur upplýsingabeiðninnar er að greina betur umfang hins opinbera í útboðum á ræstingum og þrifum, svo og að kanna hvernig framkvæmd útboða og eftirliti er háttað.

https://www.sgs.is/frettir/frettir/umsvif-hins-opinbera-i-utbodum-i-raestingum-kortlogd/
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og senda fyrirspurn á Dagar hvort að starfsfólki sem starfar í stofnunum og vinnustöðum Dalvíkurbyggðar samkvæmt verksamningi, sé greitt samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að bregðast við erindi ASÍ eftir því sem við á."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.