Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. mars 2025, þar sem fram kemur beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna gangsstéttar og bílastæðis við Aðalbraut á Hauganesi. Verkefnið var á fjárhagsáætlun 2024 og boðið út en fór ekki í framkvæmd. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.600.000 á verkefnið E2306 en á móti lækki verkefnið E2316 vegna endurnýjunar á Sandskeiði, bæði verkefnin er á deild 32200 og lykli 11900. Fram kemur að vinna við deiliskipulag Sandskeiðs er í vinnslu en framkvæmdir við Sandskeið eru að mestu háðar því að skipulagið liggi fyrir í tíma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðm ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 10 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að sett verði. 6.600.000 á verkefnið E2306 en á móti lækki verkefnið E2316 vegna endurnýjunar á Sandskeiði, bæði verkefnin er á deild 32200 og lykli 11900.
Vísða til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Vísða til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.