Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna led-lýsingar í Dalvíkurskóla;

Málsnúmer 202503064

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1142. fundur - 13.03.2025

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 12. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna ledlýsingar í Dalvíkurskóla að upphæð kr. 18.000.000. Um er að ræða framhald á eldra verkefni. Fram kemur að sumarið 2023 var farið í að skipta út lýsingu í eldri hluta Dalvíkurskóla og öll lýsing led-vædd og stýringar endurnýjaðar. Framhald á verkefninu er að endurnýja lýsingu á nýrri hluta skólans. Lagt er til að frestað verði verkefni vegna loftræstinga á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 8.000.000, 32200-11605 og kr. 10.000.000 verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri viðaukabeiðni þar sem verkefnið er á áætlun 2026 samkvæmt þriggja ára áætlun 2026-2028.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 12. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna ledlýsingar í Dalvíkurskóla að upphæð kr. 18.000.000. Um er að ræða framhald á eldra verkefni. Fram kemur að sumarið 2023 var farið í að skipta út lýsingu í eldri hluta Dalvíkurskóla og öll lýsing led-vædd og stýringar endurnýjaðar. Framhald á verkefninu er að endurnýja lýsingu á nýrri hluta skólans. Lagt er til að frestað verði verkefni vegna loftræstinga á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 8.000.000, 32200-11605 og kr. 10.000.000 verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri viðaukabeiðni þar sem verkefnið er á áætlun 2026 samkvæmt þriggja ára áætlun 2026-2028.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar beiðni um viðauka vegna áframhaldandi ledlýsingar í Dalvíkurskóla en verkið er á þriggja ára áætlun 2026-2028 á árinu 2026.