Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 12. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna ledlýsingar í Dalvíkurskóla að upphæð kr. 18.000.000. Um er að ræða framhald á eldra verkefni. Fram kemur að sumarið 2023 var farið í að skipta út lýsingu í eldri hluta Dalvíkurskóla og öll lýsing led-vædd og stýringar endurnýjaðar. Framhald á verkefninu er að endurnýja lýsingu á nýrri hluta skólans. Lagt er til að frestað verði verkefni vegna loftræstinga á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 8.000.000, 32200-11605 og kr. 10.000.000 verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.