Frá Brák íbúðafélagi hses; Staðfesting á stofnframlagi vegna byggingu íbúða við Dalbæ

Málsnúmer 202503044

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1142. fundur - 13.03.2025

Tekið fyrir erindi frá Brák íbúðafélagi hses; dagsett þann 4. mars sl., þar sem fram kemur að HMS hefur borist umsókn frá Brák íbúðafélagi hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Sótt er um vegna byggingar á 12 íbúðum fyrir aldraða.
Með erindi þessu er óskað eftir staðfestingu á stofnframlagi sveitarfélags vegna kaupanna. Í því samhengi er bent á að það er forsenda fyrir veitingu stofnframlags ríkisins að sveitarfélag þar sem almenn íbúð verður staðsett veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag sveitarfélags, sbr. 7. mgr. 11. gr. laga nr. 52/2016.
Ef sveitarfélagið hyggst veita stofnframlag sitt til verkefnisins er jafnframt óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess, sbr. viðhengt skjal.
Veittur er frestur til 18. mars nk. til að skila umbeðnum gögnum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi sveitarstjóra til HMS, dagset þann 11. mars sl., þar sem óskað er eftir framlengingu á frest til að skila umbeðnum gögnum til og með í síðasta lagi 30. apríl nk. m.a. vegna þess að Páskar slíta aprímánuð vel í sundur og er einnig er starfandi vinnuhópur hjá Dalvíkurbyggð sem vinnur að þessu verkefni en vinnuhópurinn nær ekki að klára þá vinnu sem til þarf fyrir gefinn frest. Sveitarstjóri upplýsti að fyrirliggur samþykki á umbeðnum fresti.


Reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög eru aðengilegar á heimasiðu sveitarfélagsins;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdf
Afgreiðslu frestað.