Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Erindi skíðafélags vegna framkvæmdastyrks 2025

Málsnúmer 202503113

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1143. fundur - 27.03.2025

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs,kl. 15:00.

Með fundarboð byggðaráðs fylgdi greinargerð framkvæmdastjóra Skíðafélagsins um helstu verkþætti, stöðu framkvæmda og stöðu fjármála vegna aðstöðuhúss Skíðafélags Dalvíkur sem er í byggingu.

Til umræðu ofangreint.

Styrkur sveitarfélagsins til Skíðafélagsins með hönnunarkostnaði frá árinu 2023 eru kr. 158.000.000.

Hörður vék af fundi kl. 15:30.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað.