Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 18. mars sl., þar sem fram kemur að sundlaugar í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hafa haft með sér samstarf þegar loka þarf vegna framkvæmda á öðrum hvorum staðnum og þá fái korthafar með gild kort á þeim stað frítt á hinum staðnum. Lagt er til að sveitarfélögin geri með sér ótímabundinn samning um áframhaldandi samstarf á þessum nótum. Tilefni þessa erindis er að sundlaugin á Dalvík lokar 1. apríl nk. vegna framkvæmda sem er áætlað að taki 3 mánuði.
Ofangreint erindi var tekið fyrir í bæjarráði Fjallabyggðar þann 21. mars sl. og var afgreiðsla Fjallabyggðar eftirfarandi:
"Bæjarráð samþykkir að veita korthöfum í sundlaug Dalvíkurbyggðar frítt í sund í sundlaugum Fjallabyggðar á meðan framkvæmdum stendur í sumar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar að ganga frá ótímabundnum samningi um áframhaldandi samstarf á þeim nótum."
Gísli og Jón Stefán viku af fundi kl. 16:07.