Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kom á fundinn undir þessum lið kl. 16:13.
Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 25. mars sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna nauðsynlegrar fjölgunar á rafmagnstenglum og uppgetningu á hleðsludokkum auk vinnu við ídrátt raflagna í Dalvíkurskóla vegna breytinga á kennsluháttum.
Á fjárhagsáætlun ársins 2025 er gert ráð fyrir kr. 33.400.000 í viðhald Dalvíkurskóla skv. viðhaldsáætlun. Hægt er að forgangsraða verkefninu og taka þá hluta árið 2025 og rest árið 2026.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.