Frá Félagi kraftamanna; Víkingurinn 2025

Málsnúmer 202503084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1143. fundur - 27.03.2025

Tekið fyrir erindi frá Félagi kraftamanna, dagsett þann 12. mars sl., þar sem fram kemur ósk um að Dalvíkurbyggð sjái sér fært að taka þátt í verkefninu Víkingurinn 2025 með styrk að upphæð kr. 250.000, einni máltíð, gistingu með aðgengi að sturtu og sundi. Ætlunin er að heimsækja 4 sveitarfélög og vera með 2 keppnisgreinar í hverju sveitarfélagi sem eru heimsótt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna þátttöku.